| Mígreni er sjúkdómur sem um það bil 10% Íslendinga þjáist af einhvern hluta ævinnar. Megin einkenni mígreni er mikill höfuðverkur oftast í öðrum hvorum helmingnum af heilanum. Mígreniskast er samt miklu meira en höfuðverkur. Undanfari mígrenis byrjar oft með hægum einkennum svo sem sleni og þreytu, hugsun sljóvgast, einbeiting og minni verður lakara, stífir hálsvöðvar, breytingar í andliti, einnig verða stundum skapbreytingar á sjúklingnum. Einkenni geta varað mislengi, oft nokkrar klukkustundir, og geta fjarað út án þess að höfuðverkur fylgi með. Einkenni fyrir höfuðverk kemur fram hjá um 30% mígrenissjúklinga. Það er er tuflun á starfsemi í heilaberki. Hún byrjar á litlu svæði en breiðist svo út um heilabörkinn. Þetta einkenni kallast fyrirboði mígreniskasts, það stendur yfir mislengi venjulega 10-30 mínútur og þegar það er liðið verður starfsemin eðlileg á ný. ,,Fyrirboða einkenni eru oftast sjóntruflun sem er að jafnaði fyrst eins og leyftur eða blossar og síðan blindublettir eða stundum sérkennileg mynstur eða brenglun á myndúrvinnslu
heilans þannig að allt virðist úr lagi fært."
Skyntruflun, dofi og málstol og margskonar önnur einkenni geta tilheyrt fyrirboða einkennum. Fyrirboða einkennin hverfa þegar höfuðverkurinn byrjar. Hann getur verið í öllu höfðinu en venjulega öðru hvoru megin, á víxl hægra og vinstra megin. Í mígreniverk má oft merkja æðaslátt og hann versnar við áreynslu. Oft verður verkurinn og mígrenieinkennin svo slæm að sjúklingurinn getur ekki unnið eða gert neitt. Samhliða því að höfuðverkurinn magnast koma fram svokölluð fylgieinkenni mígreni. Þau algengustu eru ógleði og jafnvel uppköst, viðkvæmni fyrir hávaða, lykt, titringi og snertingu. Flestir sjúklingar verða fölir og kaldir á höndum og fótum. Sumir verða þá heitir og rjóðir. Margir verða pirraðir og ergilegir og það getur bitnað á nærstöddum. Oftast fylgir kastinu sljóleiki, truflun á hugsun og einbeitingu, stundum syfja og svefn. Kastið gengur síðan smám saman yfir og viðkomandi nær sér algjörlega. |