Mígreni / Af hverju er mígreni talið stafa?

Hvernig lýsir mígrenisjúkdómurinn sér?

Ekki er vitað með vissu hversu algengt mígrenivandamálið er á Íslandi. Af niðurstöðum erlendra athugana má þó ætla að um það bil 10% Íslendinga þjáist af því einhvern hluta ævinnar. Mígreni er nær helmingi algengara hjá konum en körlum. Það er algengast og mest til vandræða milli 20 og 40 ára aldurs, þótt það geti byrjað á barnsaldri og enst út langa ævi.

Köstin koma misjafnlega ogr hjá sjúklingum algengt er að þau komi einu sinni í mánuði. Sumir fá þó miklu oftar köst jafnvel tvö eða fleiri á viku. Þetta er mikið vandamál fyrir sjúklinga, mígrenið getur spillt daglegu lífi og tillveru árum og áratugum saman.

Enn er ekki vitað með vissu hvað veldur mígreni. Til eru þó nokkrar kenningar um orsakir. Vinsælustu kenningarnar hafa löngun tengst meintri truflun á taugastarfsemi annars vegar og æðakerfis hins vegar. Einnig hafa verið settar fram kenningar um truflun á starfsemi boðefna í æðakerfi og um brenglun í blóðflögum. Ákveðnar fæðutegundir geta stundum hrundið af stað kasti, svo sem ostur, súkkulaði, rauðvín eða kaffi. Oft tengjast köstin tíðablæðingum, streitu eða jafnvel slökun eftir streitu, Tihneiging til mígreniskasta virðist gjarnan vera fjölskyldubundin. Kenningarnar sem hér eru nefndar ganga út á að truflun veri á starfsemi taugakerfis vegna ýmiss konar innra og ytra áreitis sem síðan veldur ertingu og bólgu í æðum utan á heila, úttvíkkun þeirra og þar með verkjum. Samkvæmt þessum kenningum er talið lílegt að kveikja mígreniskastsins sé í undurstúku heilans eða í heilaberki sem svörun við streitu eða ytra áreiti svo sem birtu lykt eða hávaða. Þótt ekki sé vitað hver ástæða mígreni sé, er semt vitað að ýmislegt í umhverfi, daglegu lífi, starfi og venjum, mataræði og öðrum líkamlegum veileikum getur haft mikil áhrig á tíðni mígreniskasta. Mígreni sjúklingurinn verður fyrst og fremst sjálfur, með aðstoð lækna og þeirra sem þekkja til þessa vandamáls, að finna út hvað eykur hættu á mígreniskasti og fjölgar þeim.

Er það streita, óreglulegt eða óheppilegt mataræði, missvefn, ertandi birta, lykt, sásauki eða annar líkamlegur veikeiki, einkum í herðum hálsi eða eitthvað annað? Ef eitthvað finnst er að sjálfsögðu reynt að draga úr áhrifunum. Þess skal getið að fleiri en einn af þessum þáttum getur haft áhrif á mígrenikast.

Hvað ráð eru til að halda mígrenisjúkdóminum í skefjum?


Taugavefurinn: Mígreni
Höfundar: Jónas Guðnason, Lárus Arnar Guðmundsson og Þráinn Ómar Jónsson
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar8/hvernig.htm