| Meðhöndlun er oft mjög erfið og ekki til nein eiginleg meðferð. Lykilatriði fyrir mígrenisjúkling er að komast að því hvað veldur mígreniköstum og hvernig sé hægt að fækka þeim með forvörnum. Sjúklingurinn getur rifjað upp hvað hann borðaði áður en hann fékk kastið . Oft kemur í ljós að hann hafi fengið sér ost, súkkulaði, rauðvín eða kaffi. Ef hann hefur fengið sér eitthvað af þessu þá getur hann strikað það út af matarlistanum ú framtíðinni. Líkamleg þjálfun og slökun getur einnig hjálpað til. Ýmsar meðferðir svo sem nálastungumeðferð getur hjálpað einhverjum.
Lyfjameðferð við mígreni er í megin atriðum tvenns konar. Annars vegar meðhöndlun kasts og hins vegar svokölluð fyrirbyggjandi meðferð sem beitt er í verstu mígfenivandamálum, þar sem tíðni kasts er eitt eða fleiri í viku. Til eru mörg lyf og margs konar af báðum þessum tegundum sem koma á mismunandi stöðum inn í meintan gang mígrenikastsins. Um getur verið að ræða töflur, endaþarmsstíla eða sprautur, sem innihalda eitt eða fleira lyf. T,d, eru notuð lyf sem þrengja æðar. Einnig getur verið þörf á lyfjum sem draga úr ógleði og uppköstum. Ekkert af þessum lyfjum eyðir mígrenikastinu, en smám saman koma ný og betri lyf með betri virkni og minni aukaverkunum. Mikilvægt er að taka lyfin aðeins þegar það er nauðsynlegt og í þeim skömmtum sem gefið er upp. Of mikill skammtur getur haft í för með sér annan höfuðverk sem getur orðið verri en mígrenið sjálft. Mígreni er meira en bara höfuðverkur það getur verið alvarlegur sjúkdómur sem getur haft alvarleg áhryf á líf fólks. Það er því mikilvægt fyrir þá sem eru með þennan sjúkdóm að fylgjast vel með einkennunum og reyna að komast að hvort einhver ákveðin fæðutegund kemur þeim af stað. Eins og fram hefur komeð verður mígrenisjúklingurinn fyrst og fremst sjálfur, með aðstoð lækna og annara sem þekkja til þessa vandamáls, að finna út hvað það er sem eykur hættu á mígrenikasti og fjölgar þeim, einnig að fá hjá lækni rétt lyf ef með þarf. Þekkingu á mígreni hefur fleygt fram á síðustu árum og vísindamenn telja sig búna að þrengja hringinn, að upptökum sjúkdómsins og von er að þeir komist nær rótunum þannig að góð meðferð finnist fyrir hvern þann sem þjáist af þessu hvimleiða vandamáli. |