Undanfarin misseri hefur eitt af markmiðum með LOL áföngunum
(líffæra- og líferðlisfræði mannsins 103/203) verið:
Að hvetja nemendur til sjálfstæðrar þekkingaröflunar. Í tengslum við það markmið hafa nemendur aflað sér upplýsinga úr bókum og tímaritum og síðustu misseri hafa þeir í vaxandi mæli nýtt sér internetið til upplýsingaöflunar. Til að byrja með skrifuðu nemendur ritgerðir um efnið, en á vorönn 1999 skiluðu þeir efni í tölvupósti, sem svo var sett á vef, sjá hjartavefinn: Á haustönn 1999, þegar LOL 103 var í gangi var þessari vefsmíð haldið áfram og nýr vefur búinn til, sjá beinavefinn: Markmiðin með þessum verkefnum eru:
Vinna við þessa vefi hefur verið skemmtileg og gefandi. Nemendurnir hafa sýnt þessum verkefnum mikinn áhuga og lagt sig fram um að skila eins góðum verkefnum og kostur er. Það er mín tilfinning að þeir vandi sig betur, þar sem birta á verk þeirra opinberlega á vefnum, í stað þess að skrifa ritgerð sem enginn fær að sjá annar en kennarinn. Saman höfum við átt margar góðar stundir, andinn í hópunum hefur verið góður og ég ég tel að nemendur stundi betur nám sitt í hóp þar sem verið er að vinna saman að krefjandi verkefni.
Sigurlaug Kristmannsdóttir. |