LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinmyndun.

Beinmyndun.

    Myndun beina er ferlið þegar ný bein myndast. Beinmyndun hefst á þriðja mánuði fósturskeiðs og lýkur seint á fullorðinsárum. Myndun beina skiptist í tvo þætti; myndun langra beina og myndun stuttra, flatra og óreglulegra beina.

    Langt bein:
Mynd 1. Langt bein,
bygging.
Löng bein byrja í ófullmótaðri beinamynd, sem brjósklíkan sem smám saman breytist í bein. Beinætur inni í brjóskinu gefa frá sér grunnmassa efnis sem kallast osteoíð (osteoid) sem er hlaupkennt efni. Það saman stendur af kollageni og fjölsykrum, nokkurs konar lífrænu lími. Skömmu eftir að osteoíð kemur út úr frumunum, festast ólífræn sölt í því til þess að mynda hið harða efni sem við köllum bein. Brjóskfrumurnar deyja og í staðin koma þyrpingar af beinmyndunarfrumum í beinmyndunar stöðvum. Myndun beinsins heldur síðan áfram út frá þessum stöðvum.

    Flest stutt bein hafa eina beinmyndunarstöð nálægt miðju/kjarna beinsins; löng bein hand- og fótleggja hafa oftast þrjár beinmyndunar stöðvar, eina í miðju beinsins og eina á sitt hvorum endanum. Beinmyndun langra beina heldur áfram þangað til þunnt lag af brjóski er eftir á sitt hvorum enda beinsins; þetta brjósk kallast kastplata og helst þar til beinið nær fullri stærð en þá breytist það í bein.

Flöt bein höfuðkúpunnar og önnur stutt, flöt og óregluleg bein eru ekki frummótuð í brjóski eins og löng bein, heldur byrja sem trefjarík himna, samsett úr kollageni og æðum. Beinæturnar geyma osteoíð inni í himnunni til þess að mynda frauðkennt netkerfi þunnbjálkanna. Myndun nýja beinsins heldur áfram út frá beinmyndunarstöðvunm í himnunni. Það eru þó nokkrir beinmyndunar staðir í höfuðkúpunni; við fæðingu er myndun beinanna ekki lokið til fullnustu og má finna veika bletti milli beinmyndandi stöðva. Línurnar þar sem nýja beinið, frá aðliggjandi beinmyndunarstöð, mætir höfuðkúpu eru nokkurs konar saumar sem eru vel sjáanlegir á fullmótaðri hauskúpu.

Bæði beinmyndunarferlin mynda óþroskuð bein með tilviljunarkenndu mynstri. Ferli eyðingar og endurmyndun beins kallast nýmyndun beins, því fylgir að innra skipulag beinsins batnar, sem gefur þroskuðu beini meiri styrk.

Eyðing eða endurnýting beins af beinætum leyfir beininu, sem er meinað af ólífrænum keppinaut að stækka með frumuskiptingu eins og aðrir vefir, að breyta stærð og lögun um leið og það stækkar í hlutfall fullþroskaðs beins. Beinætur vinna í innra borði beinsins, í mergholi og hólfum frauðbeins, til þess að breikka / stækka þessi holrúm; þær vinna einnig á ytra borði til að draga úr beinmyndun t.d. kastbólgum á endum langra beina hand- og fótleggjar. Virkni beinætanna á sér stað bak við kastmyndunarsvæðið til þess að draga úr bólgu á breidd leggjar sem er að lengjast. Innan í beininu hjálpar eyðing beinætanna að breyta óþroskuðu beini í fullmótað þétt bein, með því að hreinsa löng rörlaga holrúm sem eru stöðvar fyrir beinfrumur.

Meðan beinæturnar endurnýta beinið á hinum ýmsu stöðum búa beinmyndandi frumur til ný bein til þess að viðhalda byggingu beinagrindarinnar. Í bernsku er beinmyndun hraðari en eyðing þeirra meðan við stækkum. Eftir að beinagrindin næru fullum þroska eru þessir tveir þættir í jafnvægi sem sagt bygging og eyðing beina. Beinætur búa til holrúm mun hraðar en beinmyndandi frumur búa til ný bein svo það eru yfirleitt mun fleiri beinmyndandi frumur en beinætur í beinkerfum og nýr samruni beina er mun hraðari. Er beinfrumur bak við vaxtarsvæðin á endum löngu beinanna eyða gömlum kastbólgum, eru beinmyndandi frumur utan svæðisins að mynda ný köst. Innan í hverju rörlaga horými sem er rutt af beinætum, fylgja beinmyndandi frumur og mynda nýtt lag af beini til þess að mynda fullmótað bein, þrengjandi göngin svo þau rými aðeins æðina sem liggur þar í gegn. Milli svæðanna þar sem beinætur og beinmyndandi frumur starfa er steypt lína sem inniheldur grunnmassa beinsins, sem markar svæði uppsöfnunar og myndun nýs beins. Myndun beins á sér stað á svæðum sem er undir miklu álagi.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Beinmyndun.
Höfundar: Erna Sólveig Júlíusdóttir og Sigrún Svafa Ólafsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein1/beinmynd.htm