|
Mjaðmargrind
~ pelvis
Mjaðmargrindina mynda mjaðmarbein
~ os coxae og spjaldhryggur ~ os sacrum, við spjaldhrygginn
festist síðan rófubeinið ~ os coccyx.
Þrjú bein mynda mjaðmarbeinið
sem eru aðskilin hjá börnum en hjá fullvaxta einstaklingi
eru þau samgróin.
Augnkarl ~
acetabulum er myndaður af mjaðmarspaða, lífbeini
og þjóbeini. Augnkarlinn er liðskál lærleggsbeins
~ femur. Augnkarlinn myndar lið fyrir lærleggshöfuðið
~ caput ossis femoris. Mjaðmarliðurinn ~ articulatio
coxae er ekta kúluliður.
Mjaðmarspaði er stærsta mjaðmarbeinið.
Það myndar með sinni stóru, flötu og vænglaga
beinskál, mjaðmarspaðabarð ~ ala ossis ilii,
hliðlægt í hinni stóru mjaðmargrind.
Dældin á innra fleti mjaðmarspaðabarðsins kallast
mjaðmargróf ~ fossa iliaca og beinkamburinn, sem
að ofan endar við mjaðmarspaðabarðið, sem hægt
er að finna undir húðinni nefnist mjaðmarkambur
~ crista iliaca. Að framan endar mjaðmarkamburinn
í nibbu, efri fremri mjaðmarnibbu ~ spina iliaca anterior
superior, þar sem efri endi nárabands ~ ligamentum
inguinale festir sig, liggur frá fremri mjaðmarnibbu
að klyftahnjót ~ tuberculum pubicum. Þar
undir finnst einnig beinnibba á fremri brún mjaðmarspaða
sem nefnist neðri fremri mjaðmarnibba ~ spina iliaca
anterior inferior.
Lífbeinið liggur að framanverðu í mjaðmargrindinni, og tvær beingreinar sem koma út frá því efri klyftarbeinsálma ~ ramus superior ossis pubis og neðri klyftarbeinsálma ~ ramus inferior ossis pubis sem mynda ásamt einni svipaðri beingrein frá þjóbeini, setbeinsálmu ~ ramus ossis ischii, sem er hlutinn neðan við mjaðmaraugað ~ foramen obturatum, að framan rennur setbeinsálma saman við klyftarbeinsálmu, og á milli þeirra er bandvefsliður, klyftarsambryskja. Hliðlægt við klyftarsambryskju finnst á hvoru lífbeini fyrir sig lítill beinhnúður, klyftarhnjótur, þar sem neðri endi nárabands festir sig. Þjóbeinið liggur neðan til í
mjaðmargrindinni, þegar líkaminn er í sitjandi
stellingu hvílir þungi efri hlutar hans á þjóbeininu.
Þjóbeinið myndar stærri hluta í augnkarlinum
en hin tvö mjaðmarbeinin. Neðan frá þjóbeinsbol
~ corpus ossis ischii og framan frá kemur setbeinsálman,
sem sameinast neðri klyftarbeinsálmu út frá lífbeini
og tekur þátt í myndun mjaðmaraugans. Neðri
brún setbeinsálmu er þykk og myndar þjóbeinshnjóskinn
~ tuber ischiadicum, þann beinhluta sem við sitjum á.
|
Höfundur og vefari síðunnar: Ester
Ýr Jónsdóttir
Síðast uupfært 30.11.1999 |