LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999.
Pelvis

 Mjaðmargrind ~ pelvis
Mjaðmarbein ~ os coxae
Mjaðmarspaði ~ os ilium
Lífbein ~ os pubis
Þjóbein ~ os ischii


 
 Mjaðmargrind ~ pelvis 

    Mjaðmargrindina mynda mjaðmarbein ~ os coxae og spjaldhryggur ~ os sacrum, við spjaldhrygginn festist síðan rófubeinið ~ os coccyx
    Hlutverk mjaðmargrindarinnar er að: 
        a. vernda líffærin í kviðar- og grindarholi: æxlunarfæri, þvagblöðru og hluta digurgirnis 
        b. veita festu fyrir stóra bolvöðva og vöðva neðri útlima 
        c. mynda beinamót með neðri útlimum 
        d. vera fæðingarvegur hjá konum 

          Efst á síðu 

  Mjaðmarbein ~ os coxae 

    Þrjú bein mynda mjaðmarbeinið sem eru aðskilin hjá börnum en hjá fullvaxta einstaklingi eru þau samgróin. 
    Beinin heita: 
        Mjaðmarspaði ~ os ilium 
        Lífbein ~ os pubis 
        Þjóbein ~ os ischii 

    Augnkarl ~ acetabulum er myndaður af mjaðmarspaða, lífbeini og þjóbeini.  Augnkarlinn er liðskál lærleggsbeins ~ femur.  Augnkarlinn myndar lið fyrir lærleggshöfuðið ~ caput ossis femorisMjaðmarliðurinn ~ articulatio coxae er ekta kúluliður. 
    Að aftan myndar mjaðmarbein beinamót við spjaldhrygg sem nefnast spjaldliður, spjald- og mjaðmarliður ~ articulatio sacro – iliaca, allt að óhreyfanleg liðamót milli spjaldhryggjar og mjaðmarspaða, þó með örlítinn gliðnunarmöguleika og eru umlukin sterkum sinum, sérstaklega að aftan. 
    Að framan koma þessir tveir mjaðmagrindarhelmingar saman, á milli hægra og vinstra lífbeins, í klyftarsambryskju ~ symphysis pubis
    Mjaðmargrindin skiptist í stóra grindarholið ~ pelvis major, svæðið ofan við endalínu milli vængja mjaðmarspaðanna, og litla grindarholið ~ pelvis minor, svæðið neðan við endalínu, af áberandi beinlínu sem nefnist endalína ~ linea terminalis, beinlínan er mjaðmargrindarbrún sem liggur frá spjaldhöfða meðfram bogalínu ~ linea arcuata mjaðmarspaða að efri brún klyftarsambryskju. 
    Ekkert bein líkamans er eins frábrugðið, eftir kyni einstaklings, og mjaðmargrindin, þar sem hlutverk hennar sem fæðingarvegur mótar rými hennar, með tilliti til mjaðmargrindarhlutfalla og lögunar.  Mjaðmargrind kvenna er flöt og breið en karla er há og lítil.  Hreyfanleiki liðanna milli spjaldhryggs og mjaðmarspaða, spjaldliðar, spjald- og mjaðmarliðar og í klyftarsambryskju er meiri hjá konum en körlum, og á síðustu mánuðum meðgöngu verða mjaðmagrindarliðbönd fyrir áhrifum hormóna frá fylgjunni ~ placenta og gefa meira eftir og auka enn meira hreyfingarmöguleika liðanna. 

          Efst á síðu 

 Mjaðmarspaði ~ os ilium 

    Mjaðmarspaði er stærsta mjaðmarbeinið.  Það myndar með sinni stóru, flötu og vænglaga beinskál, mjaðmarspaðabarð ~ ala ossis ilii, hliðlægt í hinni stóru mjaðmargrind.  Dældin á innra fleti mjaðmarspaðabarðsins kallast mjaðmargróf ~ fossa iliaca og beinkamburinn, sem að ofan endar við mjaðmarspaðabarðið, sem hægt er að finna undir húðinni nefnist mjaðmarkambur ~ crista iliaca.  Að framan endar mjaðmarkamburinn í nibbu, efri fremri mjaðmarnibbu ~ spina iliaca anterior superior,  þar sem efri endi nárabands ~ ligamentum inguinale festir  sig, liggur frá fremri mjaðmarnibbu að klyftahnjót ~ tuberculum pubicum.  Þar undir finnst einnig beinnibba á fremri brún mjaðmarspaða sem nefnist neðri fremri mjaðmarnibba ~ spina iliaca anterior inferior
    Á innanverðum mjaðmarspaðanum finnst lítill upphækkaður kantur, endalína.  Að aftan finnst stór, eyrnalaga liðflötur, sem ásamt svipuðum fleti á spjaldhryggi myndar spjaldlið, spjald- og mjaðmarlið. 

          Efst á síðu 

 Lífbein ~ os pubis 

    Lífbeinið liggur að framanverðu í mjaðmargrindinni, og tvær beingreinar sem koma út frá því efri klyftarbeinsálma ~ ramus superior ossis pubis og neðri klyftarbeinsálma ~ ramus inferior ossis pubis sem mynda ásamt einni svipaðri beingrein frá þjóbeini, setbeinsálmu ~ ramus ossis ischii, sem er hlutinn neðan við mjaðmaraugað ~ foramen obturatum, að framan rennur setbeinsálma saman við klyftarbeinsálmu, og á milli þeirra er bandvefsliður, klyftarsambryskja.  Hliðlægt við klyftarsambryskju finnst á hvoru lífbeini fyrir sig lítill beinhnúður, klyftarhnjótur, þar sem neðri endi nárabands festir sig. 

          Efst á síðu 

Þjóbein ~ os ischii 

    Þjóbeinið liggur neðan til í mjaðmargrindinni, þegar líkaminn er í sitjandi stellingu hvílir þungi efri hlutar hans á þjóbeininu.  Þjóbeinið myndar stærri hluta í augnkarlinum en hin tvö mjaðmarbeinin.  Neðan frá þjóbeinsbol ~ corpus ossis ischii og framan frá kemur setbeinsálman, sem sameinast neðri klyftarbeinsálmu út frá lífbeini og tekur þátt í myndun mjaðmaraugans.  Neðri brún setbeinsálmu er þykk og myndar þjóbeinshnjóskinn ~ tuber ischiadicum, þann beinhluta sem við sitjum á. 
 
          Efst á síðu 

          Orðskýringar

          Heimildaskrá

 
Höfundur og vefari síðunnar:  Ester Ýr Jónsdóttir 
Síðast uupfært 30.11.1999