LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Mjaðmagrindin
 Latneskt heiti: Íslenskt heiti: Skýring:
Acetabulum Augnkarl Myndaður af mjaðmarspaða, lífbeini og þjóbeini
Ala ossis ilii Mjaðmarspaðabarð Vænglaga efri hluti 
Articulatio coxae Mjaðmarliður Samanstendur af augnkarli og lærleggjarhöfði 
Articulatio(nes) sacro – iliaca Spjaldliður, spjald- og mjaðmarliður Allt að óhreyfanleg liðamót milli spjaldbeins og mjaðmarspaða 
Caput ossis femoris Lærleggjarhöfuð *
Corpus ossis ischii Þjóbeinsbolur Hlutinn aftan við mjaðmaraugað
Crista iliaca Mjaðmarkambur *
Femur Lærleggsbein *
Foramen obturatum Mjaðmarauga Stórt gat afmarkað af klyftabeini og setbeini 
Fossa iliaca Mjaðmargróf Dæld á innra fleti mjaðmarspaðabarðs
Ligamentum inguinale Náraband Neðri brún ytra skásinafells.  Liggur frá efri fremri mjaðmarnibbu að klyftahnjót 
Linea terminalis Endalína Mjaðmargrindarbrún sem liggur frá spjaldhöfða meðfram bogalínu að efri brún sambryskju
Linea arcuata Bogalína Útstæð lína sem aðskilur stóra og litla grindarholið
Os coccyx Rófubein Samanstendur yfirleitt af fjórum ófullkomnum hryggjarliðum
Os coxae Mjaðmarbein Samanstendur af mjaðmar- 
spaða, þjóbeini og lífbeini 
Os ilium Mjaðmarspaði *
Os ischii Þjóbein Afmarkar mjaðmaraugað að aftan og neðan
Os pubis Lífbein Myndar fremri og neðri brúnir mjaðmarauga 
Os sacrum Spjaldhryggur Myndaður úr fimm hryggjarliðum
Pelvis Mjaðmargrind Samsett úr spjaldhrygg, mjaðmarspaða, lífbeini og þjóbeini
Pelvis major Stóra grindarhol Svæðið ofan við endalínu milli vængja mjaðmarspaðanna
Pelvis minor Litla grindarhol Svæðið neðan við endalínu 
Placenta Fylgja Líffæri sem tengir móður og fóstur; þróast frá næringarhýði og legslímu 
Ramus inferior ossis pubis Neðri klyftarálma Staðsett framan og neðan við mjaðmarauga miili saumlínu þjóbeins og klyftarsambryskju
Ramus ossis ischii Setbeinsálma Hlutinn neðan við mjaðmaraugað, að framan rennur hann saman við neðri klyftarbeinsálmu 
Ramus superior ossis pubis Efri klyftarálma Sá hluti lífbeins sem er ofan við mjaðmarauga
Spina iliaca anterior inferior Neðri fremri mjaðmarnibba Nibba á fremri brún mjaðmarspaða, vöðvaupphaf lærbeins
Spina iliaca anterior superior Efri fremri mjaðmarnibba Nibba á fremri enda mjaðmarkambs, vöðvaupphaf lærsneiðings
Symphysis pubis Klyftarsambryskja *
Tuber ischiadicum Þjóbeinshnjóskur Við neðri enda litla þjóbeinsskarðs 
Tuberculum pubicum Klyftahnjótur Hnjótur sem liggur hliðlægt við sambryskjuna 
 
* Engin frekari skýring
Til baka á aðalsíðu
 
Höfundur og vefari síðunnar er Ester Ýr Jónsdóttir
Síðast uppfært 30.11.1999