LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999.
Höfuðkúpa, cranium.
Verkefni í líffæra- og lífeðlisfræði mannsins - LOL 103.

Höfundar:
Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.

Mikilvægi höfuðkúpu okkar er ómetanlegt. Höfuðkúpubeinin eru samtals 23 og í sameiningu hýsa þau og verja heilann, augun, innri eyru og fleiri viðkvæm líffæri.

Aðeins tvö af beinum höfuðkúpunnar eru hreyfanleg en það er neðri kjálkinn, mandibula og tungubeinið, os hyoideum.

Snemma á fósturkeiði myndast brjósklíkan af höfuðkúpunni en á öðrum mánuði hefst beinmyndunin sjálf og er beinmyndunin sjálfstæð í hverju beini fyrir sig. Við fæðingu er beinmyndunin komin það langt að ekki greinist munur á hverju beini nema við beinmótin.

Beinamótin milli os frontalis og os parietale eru ferhyrnd að lögun en mótin milli os parietale og os occipitale eru þríhyrd að lögun. Bæði þessi beinamót kallast fontanalis. Þessi beinamót eru mjög mikilvæg við fæðingu þar sem beinin geta færst til án þess að nokkur skaði hljótist af þegar höfuðkúpan fer um hinn þrönga fæðingarveg. Einnig eru á milli beinanna beinasaumar svokallaðir eða sutura en þeir eru ekki eins stórir og þeir fyrrnefndu.

Bein höfuðkúpunnar eru mjög misjöfn að lögun og stærð og gegna hvert sérstöku hlutverki. Öll bein höfuðkúpu teljast til stuttra, flatra og óreglulegra beina og eru þau svo sannarlega óregluleg að lögun.

Til að fræðast um einstök bein höfuðkúpu, skaltu smellta á tiltekið bein á eftirfarandi myndum, eða velja þau í töflu fyrir neðan myndir.

Höfuðkúpa:
Höfuðkúpan séð framan frá.
Höfuðkúpa:
Höfuðkúpan séð frá hlið.

Ennisbein. Kinnbein. Efri kjálkabein. Tárabein. Gagnaugabein. Fleygbein.
Nefbein. Hvirfilbein. Neðri kjálki. Heyrnarbein. Hnakkabein. Sáldbein.
Gómbein.
Tungubein.
Plógbein.
Neföður.
Höfuðsaumur. Heimildaskrá.


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/bein13.htm
Ennisbein Hvirfilbein Hvirfilbein Ne ri kjálki Efri kjálkabein Efra kjálkabein Kinnbein Kinnbein Gagnaugabein Gagnaugabein Nefbein Efri kjálkabein Tárabein Tárabein Fleygbein Fleygbein Fleygbein Fleygbein Ennisbein Ennisbein Kinnbein Kinnbein Efri kjálkabein Efri kjálkabein Tárabein Fleygbein Fleygbein Nefbein Hvirfilbein Hvirfilbein Hvirfilbein Ne ri kjálki Ne ri kjálki Ne ri kjálki Hnakkabein Gagnaugabein