LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Höfuðsaumur, sutura.

   
höfuðsaumur:
Höfuðsaumur á höfuðkúpu nýbura.

Mót á milli höfuðkúpubeina nefnast höfuðsaumar. Höfuðsaumar eru óhreyfanleg bandvefsbeinamót og jafnframt vaxtarstaður höfuðkúpu. Höfuðsaumarnir beingerast ekki fyrr en á 20. til 30. aldursári. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, sem er af höfuðkúpu nýbura, eru tvö nokkuð stór göt á höfuðkúpunni, milli beina. Minna gatið, fontanella posterior er á milli hvirfilbeina, os parietale og hnakkabeins, os occipitale. Það beingerist 2 til 3 mánuðum eftir fæðingu. Stærra gatið, fontanella anterior er milli hvirfilbeina og ennisbeina, os frontale), sem eru tvö í fóstri en gróa síðar saman í eitt. Það beingerist u.þ.b. einu og hálfu ári eftir fæðingu.

Höfuðsaumarnir eru þrír. Krónusaumur, sutura coronalis er á milli ennisbeins og hvirfilbeina. Saumurinn á milli hvirfilbeinanna ofan á höfðinu nefnist þykktarsaumur, sutura sagittalis. Að lokum ber að nefna hnakkasauminn, sutura lambdoidea sem er á milli hnakkabeins og hvirfilbeina.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.isliffraedi/bein13/saumur.htm