LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Efri kjálkabein, maxillaris.

   
Efri kjálkabein:
Efri kjálkabein.

Þau tilheyra andlitsbeinum og eru tvö talsins. Beinin, sem eru mjög óregluleg að lögun, renna saman og eru svokallaðir beinsaumar, sutura á milli þeirra. Þau mynda saman efri kjálka, hliðarveggi nefsins augntóftarbotna og framhluta beingóms. Beinin liggja að öllum andlitsbeinunum að undanskildum neðri kjálka. Í sameiningu eru beinin stærstu pöruðu andlitsbeinin. Að neðan mynda beinin beinplötu; beingóminn, palatum durum sem myndar nefholubotninn og efrihluta gómsins. Til hliðanna í efri hluta gómsins eru átta tannholur hvoru megin þar sem tennurnar í efri góm sitja. Innan í kjálkabeininu er holrými sem kallast kinnkjálkaholur, sinus maxillaris sem eru stærstu afholur nefsins og ganga þær inn í nef- og munnhol.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/efra.htm