LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Ennisbein, os frontale.

   
ennisbein:
Ennisbein.

Beinið telst til kúpubeina, ossa cranii og er aðeins eitt bein. Það er nokkuð stórt og kúpt og myndar enni og framhluta kúpubotns sem og hluta af framanverðri augntóft og nefholi. Neðan við beinið liggja aldlitsbein, ossa faciale og innan við það liggur fleygbein, os sphenoidale en að ofan liggja hvirfilbeinin tvö, os parietale. Beinið myndast snemma á fósturskeiði út frá tveimur beinmyndunarkjörnum en grær svo saman er nálgast átjándu viku og verður að einu beini. Þar sem ennisbein og hvirfilbein mætast í miðju er ákveðin gerð beinsaums sem nefnist krónusaumur, sutura coronalis. Á nýburum eru þarna á milli skil, ferhyrnd að lögun, þar sem höfuðkúpan hefur ekki gróið saman að fullu. Þessi skil kallast fremri höfuðmót fontanellae anterior og gróa yfirleitt saman á öðru aldursári. Þessi höfuðmót (ásamt fleirum) auðvelda fæðingu til muna þar sem þau eru hreyfanleg að einhverju leyti og þrýstast því saman þegar höfuðkúpan fer í gegnum hinn þrönga fæðingarveg. Innan í ennisbeini eru ennisholur, sinuses frontales, sem eru loftfylltar holur klæddar slími, og gegna því hlutverki m.a. að gera höfuðkúpuna léttari. Einnig tilheyrir augntóftarrönd, margo suparaorbitalis ennisbeini.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/enni.htm