LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Fleygbein, os sphenoidale.

   
Fleygbein:
Fleygbein, séð framan frá.

Fleygbein:
Fleygbein, séð ofan frá.

    Fleygbeinið tilheyrir flokki kúpubeina. Beinið er stakt og mjög óvenjulegt. Fleygbeinið myndar framhluta kúpubotns. Það myndar að hluta til augntóftina og sést þar sem og það sést á yfirborði kúpunnar, framan við gagnaugabeinin. Lögun beinsis minnir á fiðrildi. Það samanstendur af tveimur pörum og vængjum, stóru vængir, ala major og litlu vængjum ala minor, og bol. Efra yfirborð bolsins er eins og tyrkneskur söðull og dregur hann nafn sitt af því og er kallaður tyrkjasöðull, sella turcica. Tyrkjasöðullinn umlykur heiladingulinn og ver hann. Fleygbeinið er afar mikilvægt fyrir höfuðið þar sem það tengist sjö öðurum beinum þ.e. ennisbeini, hvirfilbeini, hnakkabeini, tárabeini, kinnbeini, sáldbeini og gómbeini. Í fleygbeininu eru holrými sem þjóna því hlutverki að létta kúpuna og gefa röddinni hljóm (líkt og önnur horými).

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/fley.htm