LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Gómbein, os palatinum.

   
gómbein:
Gómbein.

Gómbeinin eru tvö og teljast til andlitsbeina. Þau eru áföst efri kjálka og aðskilja munnhol og nefhol. Beinin eru mjög óregluleg og myndast á sama hátt og önnur bein sem eru stutt, flöt eða óregluleg. Á gómbeinunum er lóðþynna sem myndar hluta af miðvegg kinnkjálkaholu og nær upp í nef. Á gómbeinunum er einnig sáldbeinskambur, crista ethmoidalis sem tengist sáldbeini, os ethmoidale í nefi og neföðukambur, crista conchalis sem tengist neðri neföðu nefs, concha nasalis.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/gomb.htm