LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Hnakkabein, os occipitale.

   
hnakkabein:
Hnakkabein.

Beinið telst til kúpubeina, ossa cranii og er aðeins eitt bein. Það myndar afturhluta og afturbotn höfuðkúpunnar. Þetta bein er sá hluti kúpunnar sem umlykur heilann að mestu. Beinið liggur að fimm beinum sem öll eru kúpubein; hvirfilbeinunum tveimur, ossa parietale, gagnaugabeinunum tveimur, ossa temporale og fleygbeini, os sphenoidale. Þar sem hvirfilbein og hnakkabein mætast er beinsaumur sem kallast hnakkasaumur, sutura lamboidea. Á nýburum eru þarna á milli þríhyrnd skil sem kallast aftari höfuðmót, fontanella posterior sem gróa saman við 3-4 mánaða aldur, þessi mót eru hreyfanleg og því nauðsynleg við fæðingu þegar höfuðkúpan fer um hinn þrönga fæðingarveg. Neðst í beininu er svokallað mænugat, foramen magnum, en í gegnum það liggur mænan. Hnakkabeinið myndar lið með banakringlu, atlas, sem er efsti hryggjarliðurinn. Báðu megin við mænugatið er liðpúði sem nemur við banakringluna. Að hnakkabeininu liggja margir hálsvöðvar sem eiga þar festu.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/hnak.htm