LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Kinnbein, os zygomaticum.

   
kinnbein:
Kinnbein.

Kinnbeinin tvö teljast til andlitsbeinanna, ossa faciale og er annað vinstra megin á andlitinu en hitt hægra megin. Þau liggja undir og til hliðar við augntóftirnar. Þau tengjast ennisbeininu, os frontale við ytri brún augntóftanna en fleigbeininu, os sphenoidale innan augntóftarinnar. Kinnbeinin tengja einnig saman gagnaugabeinið, os temporale á hlið höfuðkúpunnar og efri kjálka, maxilla að framan með nokkurs konar beinboga, arcus zygomaticus. Vöðvar, sem gera okkur kleift að tyggja, tengjast þessum boga kinnbeinanna. Boginn er frekar stór hjá grasbítum en hann hefur minnkað stöðugt eftir því sem lengra hefur liðið á þróun mannsins og maðurinn farið að borða kjötmeti frekar en grænmeti. Þessi kinnbeinsbogi er þó ekki eins áberandi hjá öllum, en stærð hans fer t.a.m. eftir þjóðerni eða uppruna. Karlar eru líka með mun stærri og meira áberandi kinnbeinsboga en konur. Kinnbeinin myndast á fósturskeiði á svipaðan hátt og önnur flöt eða óregluleg bein (sjá hvirfilbein) en beinin hafa beingerst að fullu við fæðingu.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/kinn.htm