LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Neðri kjálki, mandibula.

   
neðri kjálki:
Neðri kjálki.

Neðri kjálki telst til andlitsbeina en hann er stærsta staka beinið í andlitinu og jafnframt eina hreyfanlega beinið í höfuðkúpunni. Neðri kjálkinn er svipaður skeifu í laginu. Á miðjum kjálkaboganum sitja tennurnar og þar eru 16 tannholur. Á kjálkaálmu (ramus mandibulae) eða endum hans þar sem hann rís upp tengist hann gagnaugabeini, os temporale. Liðflöturinn þar sem hann tengist gagnaugabeini heitir kjálkahöfuð, caput mandibulae. Hornið þar sem kjálkinn rís upp, milli bols og kjálkaálmu kallast kjálkahorn, angulus mandibulae. Það er mun hvassara í fullorðnu fólki en börnum. Neðri kjálkinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki við niðurbrot fæðu en án hans og tannana sem á honum sitja gætum við ekki tuggið.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/nedr.htm