LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Höfuðkúpa.

Sáldbein, os ethmoidale.

   
sáldbein:
Sáldbein, séð aftan frá.

Sáldbeinið telst til andlitsbeina en það mótar innri hluta nefs. Það myndar einnig nefskipti ásamt plógbeini (vomer). Sáldbeinið nær inn í augntóftina og tengist þar fleigbeini (os sphenoidale) og tárabeini, os lacrimale í augnkrókum. Á innra borði sáldbeins eru neföður, concha nasalis. Lóðþynna, lamia perpendicularis skiptir sáldbeininu í tvo hluta, hægri og vinstri sáldbeinsvölundarhús, labryinthus ethmoidalis. Sáldbeinsvölundarhúsin eru samheiti yfir sáldhólf með þunnum veggjum, sem staðsett eru milli nefhols og augntóftar. Síuþynna, lamina cribrosa er lárétt, fremur löng beinplata sem liggur fyrir miðju, milli nefhols og framkúpugrófar. Beinmyndun sáldbeins hefst á fimmta mánuði fósturskeiðs. Sáldbeinið beingerist frá þremur meginstöðum, frá sáldbeinsvölundarhúsunum tveimur og frá miðjuhluta sáldbeinsins eða lóðþynnu. Á fimmta mánuði sést orðið móta greinilega fyrir sáldbeinsvölundarhúsunum og þar sem þau mætast myndast lóðþynna. Síuþynnan beingerist á áttunda mánuði fósturskeiðs en á fyrsta ári eftir fæðingu beingerast nefskiptin og fullmóta lóðþynnuna.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Höfuðkúpa.
Höfundar: Katrín Guðjónsdóttir, Katrín Magnúsdóttir og Kristín Laufey Steinadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein13/sald.htm