LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Bein.

Beinþynning, 2. hluti.

   

beinþynning:
Beinþynning.
Substantia spongiosa - grænt.
Substantia compacta - bleikt.

Eins og sagt var í fyrsta hluta er beinþynning alvarlegt heilsufarsvandamál og hefur verið talað um hana sem verðandi heilbrigðisfaraldur 21.aldarinnar, líkt og kransæðasjúkdómar voru vandamál þeirrar 20. Í Bandaríkjunum kostar skammtíma sjúkdómsmeðferð án endurhæfingar, bandaríska þegna árlega yfir einn milljarður íslenskra króna. En þar hafa menn einning tekið eftir ýmsu óvæntu varðandi beinþynningu. Í jafnmarglitu þjóðfélagi og Bandaríkin eru sést vel að marktækur munur er á tíðni beinþynningar milli kynþátta. Eru hvítar konur þar í lang-mesta áhættuhópnum. Það gæti verið að eitthvað misræmi í genum hvítra og þeldökkra orsaki þetta því vitað er að há tíðni beinþynningar getur legið í ættum. En svo þarf ekki að vera. Um það hefur verið rætt að víða sé pottur brotinn varðandi jafnrétti kynþátta í Bandaríkjunum og þeldökkir eigi þar oft á tíðum mjög erfitt með að ná sambærilegum kjörum og hvítir. Það veldur þá því að dökkar konur leita frekar út á vinnumarkaðinn en hvítar kynsystur þeirra, með meðfylgjandi álagi. Ekki liggur því allt á hreinu varðandi orsakir þessarrar auknu tíðni.

Kalkið er eins og áður sagði aðalbygginarefni beinanna og ef líkamann skortir kalk úr fæðunni gengur hann á forðann í beinunum. En hvernig er hægt að tryggja að líkaminn fái nægt kalk? Jú, með því að borða kalkrík matvæli. Þar ber helst að nefna allar mjólkurvörur þó þar skari fram úr ostur og jógúrt, helst án alls. Fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eru t.d. lax, sardínur og skelfiskur kalkríkt fæði og séstaklega ef fiskurinn er soðinn með beinum. Ef fólk er svo grænmetisætur er frekast mælt með baunum, spínati og brokkólí auk þess sem ávextir s.s. appelsínur og ferskjur eru ekki afleit hugmynd. Ráðlagður dagskammtur af kalki er u.þ.b. 800 mg en þó ber að hafa í huga að sá skammtur er einungis lágmarksskammtur. Margir telja að 1000-1500 mg sé jafnvel nauðsynlegt fyrir fólk sem komið er yfir fertugt. En eins og með allt annað tengt heilsufari eru þrír umsvifamiklir skaðvaldar fastir liðir, óhófleg drykkja áfengis og kaffis að ógleymdu tóbakinu. Væri því lang-best ef hægt væri að setja meiri skorður við reykingar og helst að banna þær á Íslandi og hindra aukningu í áfengisdrykkju landsmanna, helst með því að hundsa kröfur um að leyfa áfengissölu í matvöruverslunum.

Sjá: Beinþynning, 1. hluti.

Upp síðuna. / Til baka / Heimildaskrá / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Bein.
Höfundar: Eyjólfur Þorkelsson, Jóhann Ingi Guðmundsson og Sjöfn Gunnarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein14/thynni2.htm