LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinaskrá.

Möndulhluti beinagrindar, portio axialis.

Skiptist í höfuðkúpu, hryggsúlu, bringubein og rif.

    Höfuðkúpa, cranium.

Höfuðkúpan er sterk beinhlíf sem umlykur og verndar höfuðið. Heilakúpan, sem er stærsti hluti höfuðkúpunnar, umlykur heilann en andlitsbein hlífa m.a. nefholi og munnholi. Beinin tengjast flest hvert öðru með óhreyfanlegum liðamótum sem nefnast beinsaumar. Undantekningar frá því eru þó neðri kjálki, sem tengist gagnaugabeini með liðamótum, og tungubeinið sem er mjög sérstætt bein rétt ofan við barkakýlið og tengist ekki neinu öðru beini. Í ennisbeini og efri kjálka er fjöldi holrúma og má þar t.d. nefna ennisholur sem flestir hafa heyrt talað um. Hlutverk þessara holrúma er að létta beinin og vera hljómhol, þ.e. að magna talhljóðin. Þessi holrými eru öll í tengslum við nefholið og nefnast afholur nefs.

Bein höfuðkúpunnar, alls 29, eru eftirfarandi:

höfuðkúpa:
Höfuðkúpa.

  • Kúpubein, ossa cranii:
    • Ennisbein, os frontale (1).
    • Hvirfilbein, os parietale (2).
    • Hnakkabein, os occipitale (1).
    • Gagnaugabein, os temporale (2), Í holrúmum þeirra eru:
      • Hamar, mallus (2).
      • Steðji, incus (2).
      • Ístað, stapes (2).
    • Fleygbein, os spenoidale (1).
    • Sáldbein, os ethmoidale (1).
  • Andlitsbein, ossa faciale:
    • Neðri kjálki, mandibula (1).
    • Efri kjálki, maxilla (2).
    • Gómbein, os palatinum (2).
    • Nefbein, os nasale (2).
    • Nefskilja, vomer (1).
    • Beinskeljar, conchae nasales (2).
    • Kinnbein, os zygomaticum (2).
    • Tárabein, os lacrimale (2).
    • Tungubein, os hyoideum (1).

tungubein:
Tungubein.

Upp síðuna.

Hryggsúla, columna vertebralis.

hryggur, rif og bringubein:
Hryggur, rif og bringubein.

Hryggurinn er eins konar ás sem gengur lóðrétt gegnum líkamann og ber hann uppi. Hryggurinn skiptist í hryggjarliði sem eru 32-33 að meðtöldum samvöxnum liðum spjaldbeins og rófubeins. Hryggjarliðirnir eru í meginatriðum eins uppbyggðir en mismunandi útlit er vegna breytilegs hlutverks. Liðirnir verða öflugri eftir því sem neðar dregur í hryggjarsúlunni og er spjaldbeinið sterklegast en það ber mestu birgðina og deilir henni á neðri útlimi. Á milli hryggjarliðanna eru hryggþófar sem taka við álaginu og jafna það, þeir eru því eins konar höggdeyfar. Á hryggnum eru tvær framsveigjur og tvær aftursveigjur en þær auka styrk og liðleika hryggjarins.

Hryggjarliðirnir eru eftirfarandi:

  • Hálsliðir, vertebrae cervicale (7), þeir helstu:
    • Banakringla, atlas C1.
    • Standliður, axis C2.
  • Brjóstliðir, vertebrae thorcicae (12).
  • Lendarliðir, vertebrae lumbales (5).
  • Spjaldliðir, vertebrae sacrales (5).
  • Rófuliðir, vertebrae coccygeae (3-4).
Spjaldliðirnir eru samrunnir og mynda spjaldbein/spjaldhrygg, os sacrum. Rófuliðirnir eru líka samvaxnir og mynda rófubein, os coccyx.

Upp síðuna.

Bringubein, os sternum.

Hlutverk bringubeins er að vernda hjartað og festa framenda rifjanna. Bringubeinið myndar brjóstkassa, thorax ásamt rifjum og brjóstliðum hryggjar.

Rif, costae.

Rifin eru löng, sveigð bein sem hafa það hlutverk að vernda brjóstholslíffærin. Rifin eru alls 24 en þau mynda 12 rifjapör sem tengjast bringubeini með brjóskbeinamótum úr stífu brjóski sem kallast geislungar rifja, cartilago costalis. Rifjapörin tengjast þó ekki öll bringubeini á sama hátt og er þeim skipt í flokka eftir því.

  • Heilrif. Rifjapör 1-7. Hvert þessara rifja tengist bringubeini með geislungum.
  • Skammrif. Rifjapör 8-10. Geislungar þeirra tengjast geislungum 7. Rifjapars.
  • Frjáls rif. Rifjapör 11 og 12. Liggja í kviðvegg og eru án geislunga.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Beinaskrá.
Höfundar: Ásdís Ósk Einarsdóttir og Heiðrún Hafliðadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein16/mondul.htm