Bein.
Beinagrind. |
Bein mannslíkamans eru mörg og mismunandi og saman mynda þau beinagrindina.
Beinagrindin gegnir mikilvægum hlutverkum í líkamsstarfsseminni og má t.d. nefna að hún
heldur líkamanum uppi, styður við vefi, verndar viðkvæm líffæri, gerir hreyfingu mögulega og er
forðabúr fyrir ýmis steinefni.
Öll bein mannslíkamanns eiga það sameiginlegt að vera gerð úr tvenns konar beinmassa. Þéttu beini og frauðbeini. Þéttbeinið er þétt og hvítt og er að mestu utan til í beininu en frauðbeinið er gljúpara, myndar beinbjálka og er að mestu innan í beinendum. Frauðbeinið er líka í kringum mergholið, en það er holrými fyllt hvítum fitumerg í miðju beinsins. Merghol er aðeins til staðar í löngum beinum líkamans; stutt bein hafa ekkert merghol. Beinhimna klæðir síðan beinið nema á liðflötum og gegnir hún m.a. hlutverki við vöxt, viðgerð og næringu beins og festingu liðbanda og sina. Beinagrindinni er skipt í tvo hluta, möndulhluta og viðhengishluta, og hér á eftir verður fjallað nánar um þá og talin upp helstu bein þeirra. |
Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999