|
|
Efri útlimir, membra superiores.
Efri útlimir.
30 bein mynda hvorn arm. Þau eru eftirtalin:
- Upphandleggjarbein, humerus (2)
- Geislabein/Sveif, radius (2).
- Öln, ulna (2).
- Úlnliður, carpus (16).
- Miðhönd, metacarpus (10).
- Fingurkjúkur, phalanges manus/ossa digitorum manus (28).
Upp síðuna.
Neðri útlimir, membra inferiores liberi.
Neðri útlimir.
30 bein mynda hvorn fótlegg. Þau eru eftirtalin:
- Lærleggur, femur (2), þeir helstu:
- Hnéskel , patella .
- Sköflungur, tibia .
- Dálkur/Sperrileggur, fibula (2).
- Hárist, tarsus (14). þar ef eru:
- Vala, talus (2).
- Hælbein, calcaneus (2).
- Miðfótur, metatarsus (10).
- Tákjúkur, phalanges pedis/Ossa digitorum pedis (28).
Upp síðuna.
Axlargrind, cingulum membri superioris.
Axlargrind.
Axlargrind tengir efri útlimi við öxulhluta beinagrindar.
Axlargrindurnar mynda liðamót við bringubein en ekki hryggjarliði.
Hvor axlargrind samanstendur úr eftirfarandi beinum :
- Herðablað, scapula (2).
- Viðbein, clavicula (2).
Upp síðuna.
Mjaðmargrind, pelvis.
Mjaðmargrind.
Mjaðmagrindin heldur uppi neðri útlimum og veitir festu fyrir stóra bolvöðva og vöðva neðri útlima.
Hún verndar líffæri í kviðar-og grindarholi.
Mjaðmagrind kvenna er stærri en karla og grindarholið víðara. Mjaðmagrindin samanstendur af:
- Spjaldhrygg/spjaldbeini, os sacrum (1).
- Mjaðmabein, os coxae (2).
- Mjaðmarspaði, os ilium (2).
- Þjóbein, os ischium (2).
- Lífbein, os pubis (2).
|