LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Beinaskrá.

Viðhengishluti beinagrindar, portio appendicularis.

Skiptist í efri útlimi, neðri útlimi, axlargrind og mjaðmargrind (að spjaldbeini undanskildu).

    Efri útlimir, membra superiores.

efri útlimir:
Efri útlimir.

30 bein mynda hvorn arm. Þau eru eftirtalin:

  • Upphandleggjarbein, humerus (2)
  • Geislabein/Sveif, radius (2).
  • Öln, ulna (2).
  • Úlnliður, carpus (16).
  • Miðhönd, metacarpus (10).
  • Fingurkjúkur, phalanges manus/ossa digitorum manus (28).

Upp síðuna.

Neðri útlimir, membra inferiores liberi.

neðri útlimir:
Neðri útlimir.

30 bein mynda hvorn fótlegg. Þau eru eftirtalin:

  • Lærleggur, femur (2), þeir helstu:
  • Hnéskel , patella .
  • Sköflungur, tibia .
  • Dálkur/Sperrileggur, fibula (2).
  • Hárist, tarsus (14). þar ef eru:
    • Vala, talus (2).
    • Hælbein, calcaneus (2).
  • Miðfótur, metatarsus (10).
  • Tákjúkur, phalanges pedis/Ossa digitorum pedis (28).

Upp síðuna.

Axlargrind, cingulum membri superioris.

axlargrind:
Axlargrind.
Axlargrind tengir efri útlimi við öxulhluta beinagrindar. Axlargrindurnar mynda liðamót við bringubein en ekki hryggjarliði. Hvor axlargrind samanstendur úr eftirfarandi beinum :
  • Herðablað, scapula (2).
  • Viðbein, clavicula (2).

Upp síðuna.

Mjaðmargrind, pelvis.

mjaðmargrind:
Mjaðmargrind.
Mjaðmagrindin heldur uppi neðri útlimum og veitir festu fyrir stóra bolvöðva og vöðva neðri útlima. Hún verndar líffæri í kviðar-og grindarholi. Mjaðmagrind kvenna er stærri en karla og grindarholið víðara. Mjaðmagrindin samanstendur af:
  • Spjaldhrygg/spjaldbeini, os sacrum (1).
  • Mjaðmabein, os coxae (2).
    • Mjaðmarspaði, os ilium (2).
    • Þjóbein, os ischium (2).
    • Lífbein, os pubis (2).

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Beinaskrá.
Höfundar: Ásdís Ósk Einarsdóttir og Heiðrún Hafliðadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein16/vidhengi.htm