Efnisyfirlit:
Brjóstkassinn. Rif. Rifbeinsbrot. Bringubein. Brjóstliðir. Stutt, flöt og óregluleg bein. Sjúkdómar. Heimildaskrá. |
Brjóstkassinn,
thorax er samansettur
úr 37 beinum;
24 rifbeinum, costae, 1 bringubeini, os sternum og 12 brjóstliðum,
vertebrae thoracicae.
| ||
Rif, costae eru níðsterk bein sem mynda eins
konar grind í kringum brjóstholslíffærin og vernda þau þannig.
Rifin taka einnig þátt í myndun blóðkorna í blóðmergnum.
Rifin eru 24 talsins eða 12 pör, og eru löng og sveigð.
Annar endi flestra rifja tengist bringubeini með brjóskbeinamótum úr
stífu brjóski sem nefnast geislungar rifja, cartilago costalis. Hinn endinn myndar beinamót við
liðbol, corpus tveggja hryggjarliða ásamt þvertindi á neðri hryggjarliðnum.
Rifjunum er skipt í 3 flokka, talið ofan frá og niður:
Undir hverju rifi liggja æðar og taugar í svokallaðri millirifjarennu. Bil er á milli allra rifja og kallast það bil millirifjabil. Þar eru millirifjavöðvar sem festa sig á milli rifjanna og eru öndunarvöðvar. Í millirifjavöðvum getur komið upp kvilli sem kallast millirifjagigt og lýsir hann sér sem krampakenndur verkur á milli rifbeina þegar andað er (þegar brjóstkassinn þenst út eða dregst saman).
| ||
Rifbeinsbrot: Ef rifbein brotnar af einhverri ástæðu,
ná millirifjavöðvarnir að halda brotinu í fullgóðum skorðum þar til að beinið hefur náð því að gróa.
Ef frjáls rif brotna geta þau stungist inn í kviðarholið og t.d. sprengt miltað eða marið nýru. Ef miltað springur er nauðsynlegt að fjarlægja það með skurðaðgerð.
| ||
Bringubein, os sternum er miðlægt,
medialis á milli rifjapara og fyrir ofan hjarta. Framendar flestra rifjanna festast á
bringubeinið með geislungum og er bringubein því augljóslega stór þáttur í styrk brjóstkassans.
Aðalhlutverk bringubeins er að styrkja brjóstkassann, vernda hjartað og að framleiða blóðkorn með blóðmergi þess. Einnig er bringubeinið notað við hjartahnoð í skyndihjálp. Bringubeini er skipt í 3 hluta:
| ||
Brjóstliðir, vertebrae thoracicae:
Hryggnum er skipt niður í 5 hluta en aðeins einn af þessum fimm hlutum hryggjarins myndar brjóstkassann,
og það eru brjóstliðirnir (12 alls).
Hvert rif myndar beinamót við liðbol tveggja hryggjarliða og við brjóskþófann á milli þeirra, ásamt þvertindi á neðri hryggjarliðinum. Brjóstliðirnir eru óregluleg bein. Þeir eru hluti af brjóstkassanum því annar endi rifja tengist þeim. Dæmigerðum brjóstlið er skipt í liðbol, corpus, sem ber mestan þungann, og boga, arcus. Boga er svo skipt í:
Á milli hverra tveggja hryggjarliða er liðþófi, discus intervertebralis og virkar hann sem höggdeyfir eða stuðpúði á þá.
| ||
Stutt, flöt og óregluleg bein: Þau bein sem eru í brjóstkassanum eru ýmist stutt, flöt eða óregluleg þ.e. þau hafa engar kastlínur, ekkert merghol og ekkert liðbrjósk eins og löng bein hafa, en stutt, flöt og óregluleg bein myndast af frauðbeini, þéttu beini og beinhimnu. | ||
Þverskurður af rifbeini.
| ||
Sjúkdómar í beinum brjóstkassa: Í frauðbeini bringubeins og
rifbeina (einnig í herðablöðum og mjaðmagrind) er virkur blóðmyndandi mergur sem myndar
öll blóðkorna; rauðra, hvítra og blóðflagna.
Hér verða nefndir fjórir sjúkdómar sem myndast geta í beinmerg:
| ||
Heimildaskrá:
Líffæra-og lífeðlisfræði - Fyrra bindi.1995. IÐNÚ, Reykjavík. Regína Stefnisdóttir (þýddi og staðfærði) Heimilislæknirinn - 2. bindi. 1987. Bókaútgáfan Iðunn, Reykjavík
|
Upp síðuna / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999.