LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Liðamót.

Hnéliður.

    Margir íþróttamenn eiga við hnémeiðsl að stríða og vegna þeirra eiga margir þeirra aldrei eftir að verða atvinnumenn. Stóru liðin vilja einfaldlega ekki kaupa gallaða vöru. T.d. átti einn frægasti knattspyrnumaður landsins, Guðmundur Benediktsson, sem spilar með Íslandsmeisturum KR, alla möguleika á að verða atvinnumaður í knattspyrnu og var meira að segja orðinn það hjá frekar stóru liði úti í heimi. Hann sleit krossband í hné og þar með var draumurinn um frægð og frama úti. Hann hefur nefnilega átt við þrálát meiðsl að stríða og spilar nú með spelku (sjá mynd 1) á hnénu í hverjum einasta leik.

Á mynd tvö er svo mjög vel sýnt hvernig hnéð er og úr hverju hnéliðurinn er gerður. Hnéliðurinn er gerður úr þessu:

  • lærlegg, femur,
  • sköflungi, tibia,
  • hnéskel, patella,
  • (dálki, fibula),
  • brjóski, liðböndum og sinum.
hnéliður:
Mynd 1.
    Á mynd 2 má sjá að á milli lærleggjar og sköflungs er brjósk sem verndar beinin fyrir sprungum og brotum þegar þau núast saman. Hnéskelin er framan á lærleggnum alveg neðst. Á milli lærleggjar og hnéskeljar er einnig brjósk. Yfir hnéskel kemur sin sem festist við sköflunginn annars vegar en vöðva á hné hins vegar. Hlutverk hnéskeljar er að vernda beinin fyrir t.d. því þegar við krjúpum á hné og þ.u.l.. Á milli dálks og lærleggsins er liðband, en dálkurinn skiptir mjög litlu máli þegar við hreyfum okkur og þar með segi ég að hann sé varla hluti af hnélið þannig séð. Krössbönd eru liðbönd sem koma í kross frá lærlegg niður á sköflung. Íþróttamenn eiga það til að slíta þessi liðbönd eins og fram kemur síðar í þessari ritgerð.
    Hnéliður skiptir töluverðu máli í hreyfingum manna og reyndar dýra líka þó ekki sé verið að tala um þau hér. Ef hugsað er út í það hvernig lífið væri ef ekki væri á líkamanum hnéliður kemur bros á svip margra. Lífið væri mun erfiðara og margar einfaldar hreyfingar svo sem að ganga, hlaupa eða þá að beygja sig eftir einhverju væru stór vandamál. Í sambandi við íþróttir þá hugsa ég að enginn gæti hlaupið 100m á undir 10sek. Hvernig myndu menn fara að því að sparka í bolta eða þá að hoppa yfir grind í grindahlaupi? Þegar þetta er skoðað er strax hægt að sjá að álagið á hnélið hlýtur að vera þónokkuð. Mörg börn kvarta yfir þreytu í hnjám og margir íþróttamenn eiga við hnémeiðsl að stríða, eins og áður hefur komið fram. Sem dæmi um hnémeiðsl má nefna: hlauparahné, slitin krossbönd og brotin hnéskel sem verður að teljast frekar sjaldgæft en mjög alvarlegt.

Þegar krössbönd í hné eru slitin er hægt að taka hluta af sininni sem er framan á hnénu og nota hana sem krossband. Með því að gera það verða krössböndin jafnvel enn sterkari en áður. Það tekur hins vegar langan tíma að jafna sig af aðgerð sem þessari og læknar segja að enginn sé orðinn góður fyrr en eftir tvö ár a.m.k.. Brotin hnéskel er enn alvarlegara og þá er lítið annað hægt að gera en að leyfa beininu að gróa saman. Íþróttamenn sem brjóta hnéskel ná afar sjaldan fyrri getu þar sem þeir eiga erfiðara með að stjórna fætinum.

    hnéliður:
Mynd 2. Hnéliður.
hnéliður:
Mynd 3. Hnéliður.
hnéliður:
Mynd 4. Hnéliður.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Liðamót.
Höfundur: Árni Hrafn Ásbjörnsson, Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein7/hne.htm