LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999.
Liðamót.
Verkefni í líffæra- og lífeðlisfræði mannsins - LOL 103.

Höfundur:
Árni Hrafn Ásbjörnsson, Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson og Stefán Magni Árnason.

   

Í líkamanum eru 5 ólík liðamót en þau eru renniliðir sem er að finna í úlnlið og ökklalið, sá liður er flatur eða með lítilli dæld og hreyfist þannig að eitt bein rennur yfir annað. Síðan nemur söðulliður en hann er að finna í þumalfingurslið miðhandar, hann er söðullaga og er vel hreyfanlegur. Snúningsliður er mikilvægur okkar líkama því hann er standliður eða liður höfuðs og háls en það liggur þannig að beinbunga eins beins fellur í hringlaga geil annars beins og hann framkvæmir snúning. Næst kemur hjaraliður en hann er að finna í olnboga og hné en þá fellur kúpt yfirborð eins beins á íhvolfum liðflöt annars beins og sér um beygingu og réttingu. Síðastur er svo kúluliður en hann er til dæmis í öxl og mjöðm en þar fellur kúlulaga endi eins beins í liðskál annars beins en þetta eru hreyfanlegustu liðirnir. En einnig eru til ótal liða í líkamanum til viðbótar við þessa og má þar nefna brjóskliði, hálaliði og bandvefsliði.

En í hverjum lið er liðvökvi, synovia sem smyr liðinn. Og um hvern lið og liðamót, ligaments sem eru bönd úr þráðkendum bandvef en þau tengja saman beinin og takmarka hreyfanleika liðanna.

Heimildaskrá.


Beinavefurinn. Liðamót.
Höfundur: Árni Hrafn Ásbjörnsson, Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein7/bein7.htm