LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Liðamót.

Olnbogi.

    Á framhandlegg á mönnum eru tvö liðamót sem heita úlnliður og olnbogin, við munum aðeins fjalla um annað þeirra í þetta sinn, þ.e. olnboginn, en við munum fara út í það að lýsa því úr hvað beinum hann er samsettur úr og hvaða gerðar hann er og einnig munum við taka fyrir helstu meiðsl sem geta komið fyrir í sambandi við hann.

Olnbogaliður eru liðamót upphandleggsbeins sem á latínu heitir humerus og geislabeins og ölnar en þau heita radius og ulna á latínu.

olnbogi:
Olnbogaliður. Tvær grópir eru í neðri hluta upphandleggsins. Í þeim geta framhandleggsbeinin snúist þegar þú hreyfir olnbogann.

    Olnboginn flokkast undir hjörulið eins og hné. Það þýðir að liðurinn er heftur á vissan hátt, hann getur ekki snúist í hringi eins og axlarliður. Hann getur bara hreyfst þannig að ef hendinni er haldið beint út og lófa snúið upp er bara hægt að rétta hann út í 180° og líka er hægt að draga hendina þannig að lófin nálgast öxl.

Helstu meiðsl sem geta komið upp varðandi olnboga er tennisolnbogi sem er slitsjúkdómur og ýmis álagsmeisl í liðnum. Einnig kemur fyrir að olnboginn brotnar, að er þó einna helst hjá handboltaleikmönnum og þó aðalega markmenn. Er það gríðalega sársaukafullt eins og flest önnur beinbrot og eru einstaklingar oft mjög lengi að gróa af slíkum brotum og á erfitt að koma sér af stað aftur því þetta eru frekar leiðinleg brot. En það gerist þannig að einstaklingur réttir út hendi þannig að hún myndar 180° horn og fær eitthvað þungt eða það er hlaupið framan á hendi eða í lófa. Það sem gerist þá oftast er að olnbogahöfuð skaddast eða brotnar hreynlega. Ölnhöfði er það sem liggur í ölnarhöfðagróf en saman hindra þau beinin í að fara yfir um.

Olnbogi er að mínu mati mjög nauðsynlegur í sambandi við daglegt líf mannverunar því án hans getum við ekki borðað og því væri ekki hægt að nærast eins og mannveran gerir.

olnbogaliður:
Olnbogaliður, sneiðmynd.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Liðamót.
Höfundur: Árni Hrafn Ásbjörnsson, Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein7/oln.htm