LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Liðamót.

Axlarliður.

    Í öxlinni eru liðamót einskonar kúluliðamót en þau eru liðamót sem gera okkur kleift um að geta snúið handleggjunum eins og við viljum t.d. hreyfigeta axlarliðs er þannig að hann getur sveiflað handleggjunum fram og aftur eða út til hliðar, einnig sér axlarliðamót um snúning upparms og svo er einnig hægt að blanda áður nefndum hreifingum saman þannig að höndin snúist í allskyns hringi og hreyfinga. Öxlinn er sem sagt með mikla hreyfigetu. En þessi kúluliðamót eru hreyfanlegustu liðamót mannslíkamans. kúluliður:
Kúluliður.

    Öxlin er í raun margir liðir því hún tengir saman herðablað, scapula - viðbein, clavicula, herðablað, scapula- bringubein, os sternum. 0g herðablað, scapula og upphandleggsbein, humerus.

öxl:
Öxl að framan.

öxl:
Öxl að aftan.

En vöðvarnir sem tengjast öxlinni eru fjölmargir eins og axlarvöðvi, deltoideus, stóri brjóstvöðvi, pectoralis major, tvíhöfði upparms, biceps brachii, þríhöði upparms, tricepes brachii og sjalvövi, trapezius en hann tengist mest viðbeininu, en til þess að við getum hreyft líkaman og beinin verðum við að hafa vöðva því annars myndi líkaminn bara hanga og engar hreyfingar yrðu en stundum verða vöðvar svo stórir að hreyfingar verða mjög takmarkaðar.

Þegar íþróttamenn meiðast í öxl er það oftast tognun sem á sér stað og er það þó aðallega í vövum en menn geta líka dottið úr lið en þá dettur upphandleggsbeinið uppúr liðskálinni og getur það gerst við mikið tog. Þó er lítið mál að lækna það því henni er kippt bara aftur í lið og vökva sprautað í öxlina en þá verður öxlinn líka að hvílast í nokkurn tíma á eftir. Þegar axlarbein brotnar þá er það aðallega viðbeinið(clavicula) sem tengist í axlarhyrnuna(acromion) og öxlinn fellur niður.

Þegar beinamót í öxl fara úr lið þá losnar liðirnir frá hvor öðrum og verður þá hreyfing óeðlileg.

Upp síðuna. / til baka / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999


Beinavefurinn. Liðamót.
Höfundur: Árni Hrafn Ásbjörnsson, Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein7/oxl.htm