LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999. / Bein, liðamót og hreyfingar efri útlima.

Framhandleggur.

    Í framhandlegg, sem nær frá olnboga og að úlnlið eru tvö bein sem nefnast sveif og öln.

Sveif, radius tengist minni liðfleti upphandleggjarbeinsins, upphandleggjarkolli. Beinið er með lítinn liðflöt efst á beininu en gildnar þegar neðar dregur og er liðflötur sveifar á neðanverðu beininu nokkuð stærri. Bugða er eftir endilöngu beininu. Útvöxtur er nefnist sveifarhrjóna er ofarlega á beininu og er sá útvöxtur til að veita festu fyrir tvíhöfðavöðva upphandleggs. Annar útvöxtur er á beininu neðarlega og nefnist hann sveifarstílhyrna sem á þátt í að mynda liðamót við úlnliðsbeinin.
Ef þú ert ekki viss hvort beinið er hvað þá er sveifin alltaf þumalfingursmegin í framhandlegg.

Öln, ulna tengist upphandleggjarbeininu með upphandleggjarvöltu. Öfugt við sveifina þá hefur öln stóran liðflöt á efri hluta beinsins en mjög lítinn á þeim neðri. Alveg eins og á sveifinni eru tveir útvextir á öln, ölnarhrjóna og ölnarstílhyrna sem einnig myndar lið við úlnliðsbein.

Öln og sveif mynda lið með upphandleggsbeini. Liðurinn sem þessi bein mynda nefnist hjaraliður en þeir einkennast af því að kúpt yfirborð annars beinsins fellur inn í íhvolfan liðflöt hins beinsins. Þessir liðir eru ekki eins hreyfanlegir og kúluliðirnir og eina hreyfingin sem þeir ráða við er að beygja og rétta. Önnur hreyfing sem framhandleggur ræður við er snúningur handar. Þegar lófi snýr upp er sveifin þumalfingursmegin í handleggnum og beinin krossast hvergi. Þegar lófanum er svo snúið niður færir sú hreyfing neðri enda sveifar yfir ölnina. (sjá mynd.)

sveif og öln:
Hægri framhandleggur, að framan.
   
snúningshreyfing handar:
Snúningshreyfing vinstri handar, sveif og öln.

Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka


Beinavefurinn. Bein, liðamót og hreyfingar efri útlima..
Höfundur: Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein8/fram.htm