LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999.
Bein, liðamót og hreyfingar efri útlima.
Verkefni í líffæra- og lífeðlisfræði mannsins - LOL 103.

Höfundur:
Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir.

   

Beinin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi líkamans. Þau halda líkamanum uppréttum og vernda mikilvæg líffæri eins og t.d. verndar höfuðkúpan heilann. Einnig flytja þau til vöðvakraftinn því vöðvar eru tengdir beinum með sinum þannig að þegar vöðvar dragast saman, toga þeir í beinin og hreyfa líkamshluta. Samspil beina og vöðva gera öndunina mögulega. Í beinum er rauður blóðmergur sem framleiðir blóðfrumur og einnig eru í beinum kalk og fosfata forðabúr líkamans. Það er því augljóst að án beina værum við ósköp lítið.

Hér á eftir kemur umfjöllun um efri útlimi, membra superiores eða handlegg og hendi eins og þeir eru kallaðir í venjulegu tali. Beinin í hvorum útlim fyrir sig eru 30 talsins og mun ég skipta þeim í þrjá flokka, upphandlegg, framhandlegg og hönd. Byggingu og gerð beinanna verða gerð skil og einnig verða liðamót útskýrð og hreyfingar. Að lokum kemur heimildaskrá.

efri útlimur:
Hægri efri útlimur.


Beinavefurinn. Bein, liðamót og hreyfingar efri útlima.
Höfundur: Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@fsu.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. nóvember 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/bein8/bein8.htm