Bein handarinnar skiptast í þrjá hluta sem heita úlnliðsbein, miðhandarbein og fingurkjúkur.
Úlnliðsbeinin, Ossa carpi eru átta talsins í hvorri hönd og eru þau óregluleg lítil bein sem mynda ásamt sveif og öln sjálfan úlnliðinn. Úlnliðurinn er hálaliður sem nefnist renniliður. Þessi átta bein eru tengd saman og virkar liðurinn þannig að þegar við hreyfum úlnliðinn renna beinin yfir hvort annað. Miðhandarbeinin, ossa metacarpalia eru fimm talsins í hvorri hönd og mynda lófa handarinnar. Höfuð miðhandarbeinanna nefnast hnúar. Eins og allir vita eru liðirnir milli lófa og fingra vel hreyfanlegir hálaliðir. Liðirnir milli allra fingra nema þumalfingurs eru hjaraliðir en liðurinn milli miðhandar og þumalfingurs nefnist söðulliður og er hann vel hreyfanlegur. Að lokum skal nefna fingurkjúkurnar, ossa digitorum manus og eru þær fjórtán talsins í hvorri hönd. Í hverjum fingri eru þrjár kjúkur nema í þumalfingri en þar eru aðeins tvær. Kjúkurnar eru tengdar saman með hjaraliðum og er því hægt að beygja og rétta fingurna að vild. Að lokum má þess geta að þumalfingur á latínu er pollex. |
Bein handarinnar, úlnliðsbein, miðhandarbein og fingurkjúkur. |
Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka