Upphandleggur nær frá öxl og að olnboga og er hann aðeins eitt bein sem er lengsta og stærsta
bein efri útlima. Nefnist það bein upphandleggjarbein, humerus.
Höfuð beinsins fellur í liðskál í herðablaðinu, scapula og myndar þar kúlulið.
Ofarlega á beininu eru tveir útvextir sem nefnast stóri og litli hnjótur og veita þeir vöðvafestu. Á beininu miðju er aflíðandi upphækkun sem nefnist axlarvöðvahrjóna og veitir hún einnig vöðvafestu. Við neðri enda beinsins eru tveir útvextir sem mynda liðamót við framhandleggjarbeinin. Á fjærenda beinsins er útvöxtur sem nefnist upphandleggjarvalta sem myndar liðamót með öln við olnboga. Á nær endabeinsins er svo tindur sem nefnist upphandleggjarkollur og myndar hann lið með sveif við olnboga. Einnig eru á neðri enda beinsins tvær dældir, ölnarhöfðagróf og krákugróf, en þessar dældir í beininu eru til þess að létta hreyfingu liðsins. (sjá mynd.) Eins og áður segir myndar upphandleggsbein lið við herðablað með kúluliði. Í kúlulið fellur kúlulaga endi eins beins í liðskál annars beins. Kúluliðir eru ein tegund hálaliða en hálaliðir eru himnuliðir sem gefa kost á mikilli hreyfingu. Hreyfing hálaliða er samt mismunandi og eru kúluliðir hreyfanlegustu liðirnir. |
Upphandleggjarbein að framan. |
Upp síðuna. / LOL 103, verkefni nemenda haustönn 1999 / til baka