LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Undirstúka, hypothalamus

Áhrif á aðra innkirtla og líffæri.

  Undirstúka stýrir heiladingli eins og áður hefur verið minnst á.

  • Undirstúkan myndar tvö hormón, oxitósín og þvagtemprandi hormón sem afturhluti heiladinguls losar.
    • Oxitósín, stundum kallað hríðarhormón sem:
      • Örvar samdrætti í sléttum vöðvum legs við fæðingu.
      • Örvar samdrátt í sléttum vöðvum mjólkurkirtla og þar með losun mjólkur þegar barn tottar brjóst.
      • Einnig eru til kenningar um að það örvi samdrátt í sléttum vöðvum í sáðrás karlmanns.
      Athugið að oxitósin mælist í blóði beggja kynja öllum stundum.

    • Þvagtemprandi hormón (ADH) sem:
      • Örvar nýru til að halda vatni innan líkama (minnkar þvagmagn).

      Sjá mynd af hormónum undirstúku sem losuð eru út um afturhluta heiladinguls.

  • Undirstúka stýrir einnig framhluta heiladinguls, þ.e segir framhluta að framleiða og losa sex mismunandi hormón:
    1. Prólaktín sem örvar mjólkurmyndun í mjólkurkirtlum.
    2. Vaxtarhormón (somatotrópín) sem örvar líkamsvöxt með því að örva prótínmyndun.
    3. Stýrihormón skjaldkirtis sem örvar skjaldkirtil til myndunar þýroxins.
    4. Stýirhormón nýrnahettubarkar sem örvar nýrnahettubörk til myndunar barkstera.
    5. Stýrihormón kynkirtla eða eggbússtýrihormón sem örvar kynkirtla til myndunar kynfruma þ.e eggfrumna hjá konum og sæðisfrumna hjá körlum, ekki má gleyma estrogeninu hjá konum.
    6. Stýrihormón kynkirtla eða gulbústýrihormón sem svo aftur örvar kynkirtla til myndunar kynhormóna.

    Sjá nánar um hormón frá undirstúku sem hafa áhrif á framhluta heiladinguls.


Hormónavefurinn. Undirstúka, hypothalamus.
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon2/ahrif.htm