Gulbússtýrihormón (GSH) myndast í nokkru magni í heiladingli rétt fyrir egglos, eða á eggbússtiginu, og heldur því þar í nokkurn tíma. Rétt fyrir egglos, hafa magnast upp og eru þá í hámarki leysihormón kynstýrihormóns úr undirstúku og estrógen úr eggjakerfi, sem eru boðefni sem losa um stýrihormónið svo það er eins og opnist flóðgáttir í framhluta heiladinguls og hormónið flæðir út í blóðrásina í miklu magni. Þetta skyndilega ofurmagn af stýrihormóninu sem kemst út í blóðið hefur svo þau áhrif að egglos verður. Einnig hefur gulbússtýrihormónið nokkur áhrif á myndun estrógens og prógesteróns. Eggbússtýrihormón (ESH)stjórnar þroska eggja í eggbúum. |