LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Kynkirtlar kvenna. / Eggjastokkar.
Eggbú, egglos og gulbú.

Út úr eggjastokkum konu á frjósemisaldri skaga nokkrar vökvafylltar blöðrur, eggbú eða egghylki, þar sem flest hormónanna frá eggjastokkum myndast og í hverju þeirra þroskast ein eggfruma við egglos, u.þ.b. eitt í einu í hverjum mánuði frá kynþroska til tíðahvarfa. Fyrst er eggbúið lítill samhangandi frumuklasi en á fyrri hluta tíðarhringsins örvar eggbússtýrihormónið eða ESH nokkur eggbú til vaxtar og framleiðslu estrógena innan í vökvablöðrunni sem verður á einum stað þykkildi úr mörgum frumum, þar sem ein þeirra (stundum tvær -sumar konur leysa tvö eða fleiri egg) af fjórum er stærst en hinar verða óvirkar skautfrumur sem hrörna. Verðandi eggfruma situr því uppi með nær allt umfrymi eggmóðurfrumunnar. Þegar eggbúið er orðið um 1 cm í þvermál rifnar það frá og tilbúið eggið berst út í grindarholið, grær aftur og breytist í gulbú sem heldur estrógenframleiðslu áfram en prógesterónframleiðsla eykst til muna. Það atferli þegar eggbúið rifnar frá og berst út í grindarholið kallast egglos. (sjá mynd í Ef þungun verður ekki eða ef þungun verður.) Síðari hluti tíðamánaðar, frá egglosi að tíðum, er kallaður gulbússtig, það dregur nafn sitt af gulbúinu en þá er gulbússtýrihormónið eða GSH einkum virkt.


Hormónavefurinn. Kynkirtlar kvenna.
Höfundur: Margrét Harpa Garðarsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon7/eggbu.htm