Hormón alfa frumna:
Glúkagon

Alfa frumur Langerhans eyja framleiða glúkagon hormón sem verkar öfugt á við insúlín hormón beta fruma. Glúkagon losar glýkógen úr lifrinni, en kemur ennfremur af stað losun sykra, fitusýra og amínósýra úr forðabúrum til blóðsins.


Glúkagon býr til einsykru úr fjölsykru, með aðstoð lifrarfruma, sem búa einnig til einsykru úr öðru en kolvetnum vegna áhrifa glúkagons. Þetta stuðlar allt til þess að auka sykurgildi í blóði, andstætt meginhlutverki insúlíns. En auk þess að auka sykurgildið í blóðinu losar glúkagon um fituforða í fituvefjum og eykur með því fitusýrugildi blóðs, aftur andstætt insúlíni.


En þrátt fyrir að hafa svona ólík hlutverk vinna insúlín og glúkagon saman að því að halda sykurstyrk blóðsins í jafnvægi. Ef sykurstyrkur lækkar, kemur glúkagon til skjalanna og hækkar hann, en ef sykursstyrkur hækkar, sér insúlín um að lækka sykur í blóðinu.

Til baka á aðalsíðu Langerhans eyja



Hormónavefurinn:  Langerhanseyjar
Höfundar og vefarar: Anton Örn Karlsson og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir