Hvenær kemur fyrsta tönnin?
Það er mjög mismunandi hvenær börn taka fyrstu tönnina. Sum börn virðast vera fædd með tennur en önnur fá ekki tennur fyrr en þau eru ársgömul. Það er enginn sérstakur kostur við að þau taki tennur snemma, jafnvel hið gagnstæða! Fyrstu tennurnar koma yfirleitt fram í neðri gómi, ein eða tvær framtennur. Síðan koll af kolli og flest öll börn eru búin að taka allar barnatennurnar um 2 1/2 árs aldur. |
![]() |
Framtíðarhorfur.
Tanntakan sjálf veldur ekki hita, hitinn stafar af einhverri þeirra fjölmörgu sýkinga sem öll börn þurfa að fara í gegnum. Og einmitt á þessum tíma er aukin smithætta vegna aukins samneytis við ókunnuga. Eldri systkini koma með félaga sína í heimsókn og ef til vill er barnið byrjað í pössun. Þetta eru allt liðir í aukinni smithættu og getur þar af leiðandi valdið hita. Sjálf tanntakan getur oft valdið svo litlu ergelsi. Barnið nagar í leikföngin og slefar meira vegna þess að það klæjar í gómana. Hvers vegna verður barnið ergilegt við tanntökuna? Ýmsar ranghugmyndir eru um tanntökuna. Til eru þeir sem halda að tanntakan geti valdið hita eða eyrnabólgu eða að barnið verði ergilegt og vilji ekki sofa. Einmitt um sama leyti og barnið tekur fyrstu tönnina eru oft ýmsar breytingar að verða kringum barnið. Fæðingarorlofið er á enda og ýmsar breytingar verða á daglegu lífi barnsins. Á þessum tíma er barnið að aðlagast annarri fæðu en brjóstamjólkinni. |