Tennur, dentes eru, eins og flestir vita, mikilvægar til að brjóta fæðuna niður í smáa bita,
sem hægt er að kyngja. Þrátt fyrir útlitið eru tennur úr lifandi vef eins og aðrir hlutir í líkamanum.
Tennur eru rótfastar í tannholum, alveoli dentes í beingörðum efri og neðri kjálka.
Bygging tannar. Bygging tanna er þannig að yst er glerungurinn, enamelum, en hann er harðasta efni líkamanns. Þrátt fyrir það valda sýrur (efni sem myndast þegar bakteríur vinna á sykri) því að glerungurinn eyðist og tennurnar skemmast. Glerungnum má líkja við steintegundina kvars en glerungurinn verndar tönnina gegn tyggingarsliti og efnasamböndum sem geta leyst upp tannbeinið. Á milli glerungs og tannbeins er tannlím, cementum sem er ein beinvefjagerðin enn sem hylur rótarhlutann, en tannlím heldur saman glerung og tannbeini, þannig að þetta er bara eins og eitt stórt og sterk byggt bein. Þar næst kemur tannbeinið, dentinum, sem er meginuppistaða tanna, en beinið er úr kölkuðum bandvef sem heldur lagi og styrk tannarinnar. En glerungurinn og tannbeinið mynda krónu sem er að sjálfsögðu yst. Eftir tannbeinum kemur tannkvika, pulpa dentis, sem er afar viðkvæmur bandvefur sem í eru blóðæðar og taugar. En hart tannbeinið liggur utan um tannkvikuna. En þegar við fáum tannpínu, odontalgia þá er það aðallega út af því að holann í tönninni er orðin það djúp að hún særir taugarnar í tannkvikunni og við finnum til í sárum taugum og æðum. Þar eftir kemur rótargangur, canalis radicis dentis, sem eru þröngar smugur tannholunnar sem liggja í gegnum tannrótina. Í botni rótargangana eru mörg op fyrir taugar, blóðæðar og sogæðar tannarinnar. Utan um neðri hluta tannarinnar (ekki þann sem stendur upp úr) er tannslíður sem klæðir beinið í hverju tannstæði fyrir sig og dregur úr álagi á kjálkann þegar tuggið er. Þegar fullorðinstennur, dentes permanentes eru að koma upp hjá börnum og barnatennurnar, dentes desidui detta úr, byrjar það aðallega á því að tennurnar byrja að eyðast við ræturnar og ný tönn hjálpar til við að ýta á litlu tönnina svo hún detti, sjá tanntökuna. |