LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Tennurnar hans Jóa.

Hlutverk tanna í meltingunni.

    Þegar minnst er á meltingu er venjulega bara eitt líffæri sem kemur upp í hugann, maginn. En í rauninni er það svo að um leið og fæðan er komin inn fyrir varirnar, labia oris, sem meltingin hefst. Fæðan er bleytt upp, henni er velt til og frá, hún er mulin niður og þannig er kjamsað á henni svo og svo lengi.

Mörgum hættir til að tyggja lítt og gleypa fæðuna í sig, en það er mjög slæmt af tvennum sökum.

  • Í fyrsta lagi léttir tyggingin mjög á maganum og neðri lífærum meltingarvegarins.
  • Í annan stað er það hrein vanvirðing við tyggingu mannsins Homo sapiens sapiens, sem að vissu leyti er mjög þróuð, a.m.k. af rándýri að vera.

simpansi:
Simpansi.
Maður:
Maður.

Meginhreyfing tyggingarinnar er upp og niður eins og hjá náskyldum ættingjum okkar, simpönsunum, en í ofanálag hreyfum við neðri kjálkann, mandibula, til hliðanna. Þetta veldur því að fæðan mylst betur og er þar með auðvinnanlegri fyrir magann, og blandast amýlasanum í munnvatninu betur.

Næsta síða.


Meltingavefurinn. Tennurnar hans Jóa.
Höfundar: Árni Þór Hilmarsson, Ársæll Jónsson,
Eyjólfur Þorkelsson og Stefán Magni Árnason.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting2/tygging1.htm