LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Tunga.

Munnvatnskirtlar.

Í munni eru þrjú pör munnvatnskirtla: Munnvatnskirtlarnir seyta munnvatni sem bleytir síðan fæðuna og mýkir. Amýlasi er meltingarensím sem myndast í munnvatnskirtlunum, þetta ensím brýtur niður fjölsykrur og smásykrur. Amýlasi sundrar fjölsykrum (mjölva) í tvísykrur (maltósa) og smásykrur (þrúgusykur).

Munnvatnskirtlar:

Munnvatnskirtlar.

Upp síðuna

Vangakirtlar, glandula parotis.

Vangakirtillinn er stærstur munnvatnskirtlanna. Hann liggur aftan til í kinninni og nær að fremri hluta eyrans. Kirtlagöngur liggja þaðan inn í munninn. Kirtill þessi framleiðir þunnan munnvatnsvöka.
7. heilataugin (andlitstaugin) fer í gegnum glandula parotis en sendir ekki taugar í hann. Ef kirtillinn bólgnar þá getur taugin klemmst og valdið lömun í andlitsvöðvum.

Upp síðuna

Tungudalskirtlar, glandula sublingualis.

Tungudalskirtillinn er blandaður kirtill, þ.e.a.s. hann framleiðir bæði þunnan og einnig þykkari og slímugari vökva. Kirtillinn liggur undir tungunni framan til og opnast með mörgum göngum sitt hvoru meginn við tunguhaftið.

Upp síðuna

Kjálkabarðskirtlar, glandula submandibularis.

Kjálkabarðskirtillinn framleiðir vökva eins og glandula sublingualis. Hann liggur aftan til og innan við neðri kjálka og hefur bara ein göng sem opnast mitt undir tungunni við rót tunguhaftsins.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Tunga


Meltingarvefurinn. Tunga.
Höfundar: Áróra Bryndís Ásgeirsdóttir og Sonja Björg Ragnhildardóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting4/kirtlar.htm