Við tungubólgu verður tungan mun sléttari og dökkrauð á litinn. Hún verður stundum mjög sár, sérstaklega þegar borðuð er fiturík fæða. Annað einkenni á þessum sjúkdómi er að toturnar í tungu myndast ekki á eðlilegan hátt. Það leiðir til þess að yfirborð tungunnar bólgnar. Öruggast er að leita til læknis því tungubólga getur verið einkenni á járnskorti og skorti á B vítamíni. Ef svo er læknast bólgan með lyfum frá lækni en ef tungubólgan einkennist ekki af þessum skorti á hún að hverfa fljótlega.
Tungubólga. Líkt og tungubólgan myndast toturnar ekki á eðlilegan hátt. Þá myndast blettir á tungu sem minna á landabréf. Þessi óþægindi eru meinlaus og lagast með tímanum. Gott ráð við þessu er að borða ekki kryddríka fæðu meðan á þessu stendur, því þá aukast sárindin á tungu. Þessi óþægini myndast einkum við veikindi, t.d. við sótthita. Einkenni eru gulleit hrjúf slikja á tungu. Þeir sem eru veikir tala og borða oftast minna þannig að tungan fær ekki tækifæri til þess að hreyfa sig eins mikið og venjulega. Við það geta safnast matarleifar og bakteríur á tungunni. Tungan verður líka oft þurr við veikindi, það er vegna skort á munnvatni og þá skolast ekki slikjan á tungunni í burtu. Ekki þarf að leita til læknis því eftir veikindi lagast óþægindin. Þykkildi og sár eru oft meinlaus en ef þau hverfa ekki eftir 3 vikur er áríðandi að leita til læknis því það gæti verið æxli í tungu. Bólga í munnvatnskirtlum myndast yfirleitt af veikindum og sýkingum. Kirtill bólgnar og verður mjög aumur og stundum stækka eitlar utan á hálsi. Leita skal til læknis því ef ekkert er gert geta kirtlarnir hætt að starfa. Ef bólga er í munni eða undir höku er ráðlegt að fara strax til læknis. Sýklalyf duga oftast en ef of seint er farið til læknis getur kirtillinn verið orðið það skemmdur að það þurfi að fjarlægja hann eða skera hluta kirtillsins í burtu. Steinar í göngum munnvatnskirtla. Í öllum munnvatnskirtlum eru göng sem skila út munnvatninu. Þessi göng geta stíflast vegna lítilla agna sem svo hleðst utan á. Þetta eru svokallaðir steinar. Algengast er að þetta myndist í kjálkabarðskirtli. Ef bólga myndast í kjálkahorni eða undir höku verður að leita til læknis og líka ef bólgan eykst með því að borða mat.
Op munnvatnskirtilsgangs undir tungu.
|
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Tunga