Ristilkvillar eru mjög algengir og þá sérstaklega af völdum taugaveiklunar.
Hægðartregða kemur af því að hægðirnar eru harðari en eðlilegt getur talist.
Það getur stafað af ýmsu m.a. hægagangi í ristlinum, sem sýgur þá meiri vökva úr þeim en
æskilegt er eða tregðu í endaþarmi.
Einkennin eru margskonar, oftast verkir, garnagaul, þemba í maga, lystarleysi, harðlífi eða niðurgangur. Oft eru þetta smá starfstruflanir í meltingarvegi og kemur vegna einhverskonar veiklunar og oft versnar þetta við aukið álag. Meðferð. Fólk ætti að skoða betur lífsvenjur og matarræði áður en gripið er til lyfja við hægðatregðu eða niðurgangi. Á meðan þetta gengur yfir er gott að borða léttmelta fæðu og mikið af trefjaefnum þurfa að vera í fæðunni. Borða ætti góðan morgunmat og gefa sér tíma í máltíðir. Einnig er hreyfing góð vörn geng hægðatregðu og öðrum ristilkvillum.
Hollt mataræði.
|
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Meltingarvegur / Ristill.