Ristillinn liggur eins og umgjörð utan um smáþarmana. Það sem kemur frá þörmum í ristilinn er orðið svo til næringarefnissnautt. Það berst fyrst inn í botnristil og þaðan upp risristilinn. Þær sameindir og e.t.v. hlutir eins og poppmaísbaunir, sem komast ekki upp risristilinn, verða eftir í botnlanganum og botnlangatotunni. Þverristill tekur við af risristli og því næst kemur fallristill. Í ristlinum frásogast mest allt vatn úr fæðunni svo þegar hún kemur í endaþarminn er þetta orðið þykkur massi. Í ristli eru saurgerlar (coli gerlar) sem nýta sér úrgangsefni og brjóta niður ýmis efni. Gerlarnir nýmynda K vítamín sem við getum svo nýtt okkur. Ýmsir ristilkvillar herja á menn. |
LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Meltingarvegur