LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Meltingarvegur.

Magi, gaster/ventriculus.

    Maginn er vöðvaríkur sekkur. Innra byrði hans er mjög fellingaríkt. Þegar fæða berst til maga sléttist úr fellingunum og maginn getur þanist mjög mikið út. Öflugir hringvöðvar við efri og neðri magaop halda innihaldi magans á sínum stað. Samdráttur veltir fæðunni og blandar hana vandlega, þar til hún er orðin að þunn fljótandi graut (tekur 2 - 3 klst.)

Magi:
Magi.

Í magaveggnum eru milljónir lítilla kirtla sem gefa frá sér magasafa og verndandi slím. Þessir magasafar eru m.a. ensímið pepsín, sem klýfur prótein, saltsýra, sem drepur bakteríur og klýfur bandvefjagerðir kjöts. Saltsýran er mjög súr, 2 pH og við þær aðstæður vinnur pepsínið best. Þykk slím himna ver magavegginn gegn sýrunni. Í maga frásogast vatn, sölt og smásameindir eins og etanól sem fer beint í blóð. Magasjúkdómar geta verið margsskonar t.d. magabólga, magasár og magakrabbamein.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Meltingarvegur


Meltingarvefurinn. Melting.
Höfundar: Erna Sigurjónsdóttir, Herdís Halla Ingimundardóttir og Guðný Rósa Tómasdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting5/magi.htm