LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000. / Meltingarvegur. / Magi.

Magasjúkdómar.

   

Magabólga hefur sjaldan áhrif á slímhúð magans. Hún á oftast rætur að rekja í taugaveiklun og svo líka af of krydduðum mat og óreglulegum máltíðum. Einnig getur áfengisneysla í langan tíma haft áhrif.
Einkenni sem fylgja magabólgu geta verið mörg og margvísleg. Þau helstu eru t.d. lystarleysi og klígja sérstaklega að morgni og maginn virðist sár við þuklun.
Meðferð. Aðallega er beitt lyfjameðferð sem minnkar myndun magasafa og dregur úr áhrifum magasýru. Magabólga líður oft hjá á nokkrum vikum.

Magasár koma innan á magapokann eða á skeifugörn þegar safamyndunin í slímhúð magans er ekki eðlileg. Saltsýran í maganum getur þá myndað sár. Greinilegt er að streita og reykingar hafa áhrif á myndun magasárs.
Einkenni eru helst að maginn verður aumur neðan við bringspalir. Ef sárið er í maga kemur verkur strax eftir að borðað er en sé það í skeifugörn líður gjarnan einn til tveir klukkutímar þangað til verkur byrjar.
Meðferð. Í meðferð við magasári er reynt að draga úr magasafa með lyfjameðferð. Mikilvægt er að njóta hvíldar og neyta rétts matarræðis. Ef sjúkdómurinn er mjög slæmur getur verið nauðsynlegt að leggjast á sjúkrahús til meðferðar.

Magakrabbi byrjar oftast sem sár á slímhúð magans. Það gerist samt mjög sjaldan að venjulegt magasár breytist í krabbamein.
Einkenni magakrabba eru mjög óljós, kannski væg meltingatruflun, lystaleysi og í einstaka tilfelli uppköst. Á seinni skeiðum sjúkdómsins getur orðið vart slæmra verkja ofarlega í kviðarholi, blóði í uppköstum eða hægðum og þyngdartapi.
Meðferð. Strax skal leita læknis ef ber á lystarleysi og meltingatruflun því ef sjúkdómurinn greinist nógu snemma er hægt að skera burt æxlið ásamt hluta af maganum og eru batahorfur þá nokkuð góðar. Ef ekki er hægt að nema æxlið brott er hægt að draga úr sjúkdómnum með lyfja- og/eða geislameðferð.

LOL 203, verkefni nemenda vorönn 2000 / Meltingarvegur / Magi.


Meltingarvefurinn. Melting.
Höfundar: Erna Sigurjónsdóttir, Herdís Halla Ingimundardóttir og Guðný Rósa Tómasdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 25. apríl 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/melting5/sjuk.htm