[Frumulífræði] /
[Umfrymi]
3.1. Umfrymi, frymisnet. Bygging: Frymisnetið kvíslast um allt umfrymið og tengist það frumuhimnunni á ýmsum stöðum og það er sömu gerðar og frumuhimnan. Hlutverk: Umfrymið sér um flutning efna innan frumunnar og einnig til og frá ytra umhverfi hennar. Frymisnetið skiptir frumunni niður í hólf. Til eru tvær gerðir frymisnets: b. Kornótt frymisnet (gróft frymisnet), kornótt áferð netsins stafar af frumulíffærum sem nefnast ríbósóm sem eru áföst netinu. Ríbósóm þessi mynda prótein, aðallega ætluð til útflutnings. Kornótt frymisnet eru mjög áberandi í kirtilfrumum sem seyta próteinríkum afurðum svo sem ensímum og ýmsum hormónum.
NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001 |