[Frumulífræði] /
[Umfrymi]
3.3. Umfrymi, Golgikerfi. Bygging: Golgikerfi (Golgiflétta, frymisflétta) er gert úr klösum sekkja og bóla gerðum úr frymishimnum, sömu gerðar og frumuhimnan. Golgikerfi minna á uppstaflaðar pönnukökur! Hlutverk: Golgikerfi pakka inn kirtilafurðum (velli), það er afurðum sem fruman framleiðir til útflutnings, í svo kallaðar seytibólur (seytikorn) sem flytja afurðir að ytra borði frumunnar. Afurðirnar eru síðan losaðar út úr frumunni með úthverfingu. Þannig pakka golgikerfi kirtilfruma inn afurðum sem frumurnar losa síðan út úr sér, t.d. meltingarkirtlar og innkirtlar. Golgikerfin pakka einnig inn ýmsum afurðum sem fruman geymir til seinni tíma notkunar. Golgikerfi eru þroskuð í ýmsum kirtilfrumum, en finnast þó í flest öllum frumum þar sem þær pakka inn: b. glykogeni í glýkógenkorn, en glýkógen er forðanæring dýrafruma, c. mjölva í mjölvakorn, en mjölvi (sterkja) er forðanæring plöntufruma, d. taugaboðefnum í taugafrumum, e. meltingarensímum í leysikorn og f. úrgangsefnum í úrgangsbólur. Korn í frumulíffræði innihalda fast efni, en bólur innihalda fljótandi efn. Munurinn á þessu tvennu er þó ekki alltaf augljós.
NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001 |