[Frumulífræði] /
[Umfrymi]
3.7. Umfrymi, hvatberar. Bygging: Hvatberar eru ásamt grænukornum stærstu frumulíffærin, ef frá eru talin kjarninn og stærstu safabólurnar. Hvatberar eru möndlulaga frumulíffæri, 4-6 míkrómetrar í þvermál. Þau eru gerð úr tvöföldu himnukerfi: Innri himnan gengur öll í fellingum, en sú ytri lykur um hvatberann. Hlutverk: Hvatberar hafa verið kallaðir orkuver frumunnar. Í hvatberum fara fram efnaskipti öndunar, eða svo kölluð frumuöndun. Þar eru ensím sem brjóta niður lífrænt efni og virkja orku þess til myndunar ATP. Þessi efnaferli nýta súrefni og eru því nefnd bruni. Ef orku er þörf í frumunni, þá er ATP sameindinni sundrað og losnar þá orka hennar úr læðingi. Rákóttar vöðvafrumur hafa marga hvatbera, en frumur fituvefja fáa. Heildarefnahvarf efnaskipta öndunar: Hvatberar finnast bæði í plöntu- og dýrafrumum. Í hvatberum eru tvenns konar ensímkerfi: b. Hins vegar er í hvatberum ensím öndunarkeðju sem sjá um að virkja orku rafeinda vetnisins til myndunar á ATP. Orkusnauðar rafeindir tengjast síðan súrefni sem gengur í samband við vetni og myndar vatn. Öndunarkeðjan er staðsett á innri himnu hvatberanna. NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001 |