[Frumulífræði] /
[Umfrymi]
3.6. Umfrymi, safabólur. Bygging og hlutverk: Í plöntu frumum finnast stórar safabólur, en í dýrafrumum margar litlar. Safabólur plöntufruma eru oft í miðri frumunni og ýta þær þá umfryminu með öllum sínum frumulíffærum, þar á meðal kjarnanum út til hliðanna. Í sumum plöntufrumum er kjarninn þó í miðri safabólunni og er hann þá skorðaður með grönnum frymisþráðum. Vökvaþrýstingur í safabólum plöntufruma heldur plöntum stinnum.
NÁT 103/Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í mars 2001 |