-
Einkenni
-
Vöðvar verða kraftminni
eftir því sem mánuðir og ár líða.
Kraftleysið veldur erfiðleikum við daglegar athafnir svo sem
að koma sér á milli staða, lyfta og bera hluti, tyggja,
kyngja og lokum að anda. Oft verður vart við sinadrátt,
titring undir húðina sem kallast fjörfiskur, maður
gefur horast, orðið stirður og samhæfing hreyfinga versnað.
Sumir hlæja eða gráta af litlu tilefni, eða finnst
þeir þurfa að geispa. Einnig gerur orðið vart við
bráða þvaglátaþörf. Með tímanum
getur borið á töluverðu máttleysi þindarinnar
en hlutverk hennar er að þenja lungun. MND hefur ekki áhrif
á sjálfvirka taugakerfi, heldur bara á viljastýra
taugakerfið, og því halda t.d. hjarta og melting áfram
að starfa eins og ekkert sé. Sjúkdómurinn
getur birst upp úr tvítugsaldri og upp að níræðisaldri
en algengast er að hann komi í ljós upp úr fimmtugu.
MND greinist hjá hverjum einum til tveimur af 100.000 íbúum
sem þýðir að á Íslandir eru að hverju
sinni um 15 manns með sjúkdóminn og 3-5 sem greinast
með hann árlega.
-
Þrátt fyrir miklar
rannsóknir hefur ekki tekist að fynna orsök MND. Það
eina sem menn hafa komist að niðurstöðu um er að maður
getur ekki "náð sér í " MND þar sem engar
sannanir eru fyrir því að þættir í
umhverfinu hafi áhrif á framgang sjúkdómsins.
En kenningar hafa verið settar fram um að taugaboðsefnið
glutamate, amínósýra, hafi áhrif á dauða
taugafrumunga. Taugafrumurnar þurfa ákveðið magna
af glutamate til að hafa samskipti en of mikið af því
veldur skaða á taugafrumubolunum. Því eru
flestar rannsóknir á sjúkdómnum varið til
að finna lyf sem getur minnkað magn glutamate á taugamótum
frumnanna.
-
|