Þróun og meðferð MND
     Eins og áður hefur verið minnst á að þá veldur MND því að vöðvar sem tengjast viljastýrða taugakerfinu, rýrna vegna þess að taugafrumur sem tengjast vöðvafrumum þeirra deyja.  Vegna þessa verða verða vöðvar smátt og smátt kraftminni og að lokum alveg máttlausir.  Sjúkdómurinn byrjar í einhverjum ákveðnum vöðvahópi og dreyfist síðan í annan en fylgir samt engu ákveðnu mynstri.  Eina undantekningin er sú að ef annar handleggurinn eða fótleggurinn verður fyrir sjúkdómnum er mjög líklegt að hinn verði næstur.
     Mjög lítið hefur verið af árangursríkum lyfjum gegn sjúkdómnum sem er helst af því að ekki er vitað almennilega með hvaða móti hann hefur áhrif á taugakerfi.  Í desember 1995 kom á markaðinn nýtt lyf sem hafði áhrif á sjúkdóminn þó þau væru væg.  Þetta lyf, Rilutek, hefur áhrif á losun taugaboðefnisins glutamate í heilanum og virðist því hægja á sjúkdómnum.  En lyfið hefur stór aukaáhrif en lifrin framleiðir þá of mikið af ensímum.  Verður þá að taka sjúklingana af lyfinu.  Annað lyf, myotrophin, hefur einnig komið á markaðinn.  En það er svipað og insúlín og virðist koma í veg fyrir dauða taugafrumna.  En ekkert þessara lyfja hafa nógu mikil áhrif til að þau séu lokasvar við sjúkdómnum og því heldur leitin áfram.  Því virðist besta ráðið í dag vera að passa upp á mataræði, mataræði og að læra að lifa með sjúkdómnum og fara aðrar leiðir að endamarki heldur en farið var áður.  Einnig er mikilvægt fyrir sjúklinga að hafa aðgang að stuðningshópi sem hjálpar honum að halda áfram að lifa eðlilegu lífi.

Taugamót mili fruma

Til baka
Einkenni og orsök MND
Líf með MND
Heimildaskrá