Til baka á taugavef
Hvað er MND og ALS?
      Motor neuron disease (MND), eða hreyfitaugungahrörnun, lýsir sér í minnkandi styrk vöðva eða rýrnun þeirra. Hreyfitaugar flytja boð um hreyfingu vöðvanna, þ.e. þær segja vöðvunum hvað þeir eiga að gera. MND er bilun í hreyfitaugum og veldur sjúkdómurinn því að þær deyja. Til eru nokkur afbrigði af MND:
1. Primarly lateral sclerosis - ágeng hreyfitaugungahrörnun
    -    ef efri hreyfitaugungar eru skaddaðir
2. Spinal / Progrssive muscular atrophy - vaxandi vöðvarýrnun
    -    ef neðri hreyfitaugungar eru skaddaðir
3. Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) - blönduð hreyfitaugungahrörnun
- ef bæði efri og neðri hreyfitaugungar eru skaddaðir
     MND var skilgreindur sem sérstakur sjúkdómur á síðari hluta nítjándu aldar af frönskum frumkvöðli í taugalækningum, Jean Martin Charcort að nafni. Um eðli sjúkdómsins var lengi lítið vitað en tiltölulega nýlega hafa miklar rannsóknir verið að skila athyglisverðum árangri.

Mæna
Leið mænu í gegnum hryggjarliði

 Einkenni og orsök MND
Þróun og meðferð MND
Líf með MND
Heimildaskrá